Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 43
IÐUNN]
Góð kaup.
37
Whisky-flöskurnar stóðu á eldliúsborðinu; hann helti
töluverðu úr annari út í bollann. Á ineðan hann var
að drekka úr bollanum, tautaði hann upphátt fyrir
munni sér: »Ja, sko. Ég er nú eiginlega hálf-fullur.
Nú, en sko. Það gerir ekkerl til. Ég er alveg mátu-
legur lil að »kúska« stelpuna. Eg hlakka til að sjá,
hvernig hún tekur sig út, þegar Páll fer að segja
frá. Pað er jafngott, þó hún fái einhvern tíma að
láta undan, stúlkan. — — Verst, ef karlinn svíkur
mig nú og kernur ekki. Og bágt á ég með að trúa
því. Hann er ágjarn og rennur á Sörla-loforðið. Petta
grey er líka fátækt og munar ekki svo lítið um að
fá klárinn fyrir þetla verð. — Já, sko; að selja Páli
aftur Sörla, það var bölvað glapræði, svona fyrir
ekkert verð. Svona er að vera fullur. — Nú, en sko;
ég ætti nú að hafa einhver ráð með að ná klárnum
aftur, áður en langt líður. Og ekki læt ég klárinn,
nema hann borgi hann undir eins. — Borgi! Sko,
hvað ætli hann geti borgað? Ja, hver veit nema
Einar eigi einhverja aura?« — —
»Jæja pabbi, þú ert þá liérna enn«, sagði Elín og
kom inn úr dyrunum með fult mótrog í fanginu.
»Eg er hér, já. Sko, ég fékk mér meira kafíi og
ögn út í það. Pað er nú bezt að þú læsir flöskurnar
niður, áður en strákarnir sjá þær. Pessi »metall« er
nú ekki orðinn svo ódýr, að vert sé að flíka honum.
Beyndar keypti ég ekki þessar ílöskur; faktorinn
gaf mér þær í nestið, eins og hann er vanur. Pað
er mesti sómamaður«.
Elín tók við flöskunum og læsti þær ofan í kistu
1 búrinu. Guðmundur ræskti sig fyrirmannlega og
fór út.
— — Stundu af dagmálum sá Elín, að tveir menn
komu gangandi heim túnið. Pað voru þeir Holts-
feðgar, Páll og Einar sonur hans. Hún roðnaði og
fölnaði á víxl. Hvað stóð til? Skyldi faðir hennar