Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 32
26 Valdemar Erlendsscm: [IÐUNN
sæll! Ég vil ekki whiskýið þitt; þér veitir ekki af
því. En það er bezt þú fáir konjak hjá mér, ef
þú vilt«.
»Konjak, bravó! Það er minn uppáhalds-drykkur. 4
þá skulum við fara af baki«.
Þeir fóru svo af baki og teymdu hestana út af
veginum og út í brekku, sem var þar skamt frá.
Guðmundur opnaði tösku sína og tók upp konjaks-
flösku nær því fulla.
»Sko; hér á ég nú tvær whisky-flöskur. En sko;
þær eiga nú ekki að fara ofan í ykkur«, sagði Guð-
mundur og sýndi þeim í töskuna.
»Nú, það gerir ekkert til. En komdu með kon-
jakið, sem þú varst að bjóða mér«.
Guðmundur saup fyrst á flöskunni og rétti svo
Símoni. Þarna sátu þeir svo stundarkorn og hrestu
sig á víninu. Ekki drukku þeir samt neitt að ráði,
nema helzt Guðmundur, og var hann orðinn nokkuð
nlvaður. Talið barst að Símoni og frændsemi þeirra
Guðmundar og hans.
»Frændur, — já, frændur, — til allrar bölvunar
frændur. Ekki verður það út skafið. Frændur, til
allrar bölvunar, — en þó ekki náfrændur, til allrar
lukku — lukku; nei, til bölvunar — því, sko, karl
minn, því sko, ef þú, karl minn, værir náfrændi
minn, sko, mjög skyldur mér, þá værir þú ekki að
draga þig eftir henni Elínu, sko. Ja, sko, karl minn.
Það er bölvað að vera frændi þinn — og líka bölvað
að vera ekki nógu skyldur þér, sko. Hana, sko,
greyið, þú ert nú meinlaus og gagnslaus. Hana;
súptu á flöskunni, en kláraðu ekki úr lienni«, sagði
Guðmundur og rétti Simoni flöskuna.
»Nei, þakka þér fyrir, Guðmundur. Ég vil ekki
meira vín í kvöld. Ég fer að halda heim«.
»Heim! Þú heim, sem átt hvergi heima. Jú, heim
að Grund náttúrlega. Já, það stendur heima. Éað er sjálf-