Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 76
70
Guðm. G. Bárðarson:
r IÐUNN
með brandinum vestanlands, t. d. við Steingríms-
fjörð; eru þau þar víst til orðin við öskugos.
Hér á landi hafa engar sjávarminjar fundist frá
þessum tíma. Er líklegt, að landið haíi þá verið miklu
stærra og strendur þess legið mikið utar en nú; en
sá hluti þess, sem að hafi lá, sé nú eyddur og sokk-
inn í sæ. Oss er því ókunnugt um afstöðu láðs og
lagar á þessum tíma. Það er ætlan jarðfræðinga að
grunnsævishryggurinn, sem liggur út frá Grænlandi
til íslands og þaðan til Færeyja og Bretlands, haíi
verið ofan sjávar framan af þessu límabili, og ísland
þannig tengt við önnur lönd, en síðar á þessu tíma-
bili hafi landbrú þessi sokkið í sæ og ísland orðið
eyland. Fullgildar sannanir vantar þó fyrir því, að
landbrú þessi liafi verið óslitin alla þessa leið.
3. þáttur. Myndunarskeið hins yngra blágrýtis.
þegar hæst stóð á myndun surtarbrandsins, lílur
svo út sem nokkuð hlé hafi orðið á eldgosum, eða
að þau hafi ekki verið eins tíð eins og bæði á undan
og eftir, og þá hafa hinar suðrænu plöntur fengið
næði til að klæða landið. Eftir það virðist svo sem
jarðeldarnir hafi færst í ásmegin. Eldgosasprungur
mynduðust um landið þvert og endilangt, yfirborð
landsins kubbaðist margvíslega í sundur; sum svæði
sigu, en önnur hækkuðu, og ýmsir firðir, dalir og
flóar urðu til (t. d. Faxaflói, Breiðifjörður og Húna-
flói). Glóandi hraun vall upp úr iðrum jarðarinnar,
og hraunlag eftir hraunlag hlóðst ofan á surtar-
brandslögin. Blágrýtismyndunin ofan á surtarbrands-
lögunum er viða býsna þykk. Við Bolungarvík í
ísafjarðarsýslu eru hamralögin ofan á brandinum
4—500 m. á þykt. IIa 11 i surtarbrandslaganna og mis-
munandi staða þeirra i fjöllunum fræða oss bezt um
berglagabyltingarnar, sem orðið hafa á þessum tima.
— Myndunarskeið þessa yngra blágrjtis nær að