Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 90
84
Agúst II. Hjarnason:
[ IÐUS.N'
Hyggjum þá fyrst að sócíalisinanum sem verka-
mannahreyíingu og spyrjum, hvort hann sem slíkur
eigi nokkurt erindi til vor?
Útlendingar, sem ættu að fjalla uin þessa spurn-
ingu, mundu nú undir eins spyrja, hvort hér væri
um nokkurn stóriðnað eða atvinnurekstur í stórum
stíl að ræða. Og undir eins og þeim væri sagt, að
enginn slóriðnaður ætti sér stað hér á landi, mundu
þeir efa, livort sócíalisminn sem verkamannahreyling
ætti nokkurt erindi hingað. t*ví að hin eiginlegu
heimkynni sócíalismans eru þar, sem þúsundir eða
jafnvel miljónir verkamanna standa í þjónustu til-
tölulega fárra auðkj'finga eða auðmannafélaga. En
þar eð nú á hinn hóginn alt af getur verið álitainál,
hvað nefna beri stóriðnað eða atvinnurekslur í stór-
um stíl og það fer eflir lilutfallinu við annan at-
vinnurekstur landsins, skulum vér athuga spurning-
una ofurlítið nánara.
Að svo miklu leyti sem mér er kunnugt um, getur
hér að eins verið um eitl til tvö stóriðnaðarfyrirlæki
að ræða og nokkur samvinnufélög og kaupfélög, auk
útgerðarinnar, sem er slærsta atvinnufj'rirtæki lands-
ins og eign einstakra manna eða félaga. Skal nú
vikið nokkrum orðum að hverju um sig.
Helzta stóriðnaðarfyrirtækið, sem hér er rekið,
mun nú vera prentsiniðjan »Gutenberg«. En því er
þannig fyrir komið, að 30 af 40 starfsmönnum þess
eiga hluti í því, einn eð"a fleiri, og að þeir, samkv.
lögum félagsins, liafa alger yfirráð yfir fyrirtækinu
með atkvæðamagni sínu á aðalfundum félagsins, þótt
þeir á ári hverju kjósi sér framkvæmdarstjórn td
þess að stjórna fyrirtækinu. Vinnuveitendur og vinnu-
þegar eru því hér í raun réttri sami aðiljinn og getur
því engin varanleg misklíð eða ágreiningsefni þaf
komið upp á inilli vinnuveitenda og vinnuþega nema
þá eins og liver annar heimiliskritur. En þótt nu