Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 105
IÐUNN] Á. Porvaldsson: Nýtt skólafyrirkomulag. 99
ekki látið sér á sama standa um það, hvernig þeir
nemendur eru undirbúnir, er þeir siðar eiga að
kenna. Þeir verða að krefjast þess, og þjóðfélagið með
þeim, að skólar þeir, sem búa nemendur undir há-
skólann, lærðu skólarnir eða mentaskólarnir séu efna-
Iega vel úr garði gerðir og hafi til umráða svo góða
kenslukrafta, að allar höfuðnámsgreinar skólanna, að
minsta kosli, séu kendar af sérfræðingum, er áður
hafi tekið próf við háskóla. Að sami kennarinn sé
að vasast í ýmsum ólíkum námsgreinum, eins og oft
hefir viðgengist við skóla hér á landi og erlendis,
eru eflirstöðvar af gamalli andlegri óreglu og fyrri
tima kæruleysi fyrir kenslumálum. En eftir mínu áliti
er í sjálfu því núverandi skólafyrirkomulagi fólgin
andleg óregla og glundroði, er ónýlir mikinn tíma
fyrir kennurum og nemendum, skapar kennurunum
marga óþarfa eríiðleika, lamar lærdómsáhuga og
framfarir nemendanna að miklum mun og hefir í
för með sér ýmsa aðra ókosti og galla, er síðar mun
verða bent á.
I. Núverandi skólafyrirkomulag.
Eins og kunnugt er, er námstima þeim, er nem-
endum hins almenna mentaskóla er ætlaður til und-
nbúnings undir stúdentspróf (burtfararpróf), skift í 6
námstímabil eða skólaár. Hvert skólaár er 9 mán-
uðir (þar af 1 mánuður próf). Nemendur skólans
skiftast því í 6 deildir eða bekki eftir því, hve langt
þeir eru komnir áleiðis í náminu; séu of margir í
einum bekk, er honum tvískift eftir höfðatölu. 10
namsgreinar: íslenzka, danska, enska, þýzka, franska,
lalina, sagnfræði, náttúrufræði, stærðfræði og ritleikni
(sem þó ekki er kend) eru heimtaðar til stúdents-
profs. Málin: islenzka, danska og enska eru tvöföld
7*