Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 146
140
Jónas Lie:
[ iðunn
Hun leit aftur á mig og hörfaði nær og nær veggn-
um; svo kastaði hún sér í faðminn á mér.
Eg man það, að ég sat með hana í faðminum á
steininum fyrir utan kofann beint uppi yfir sjónum
og brimgnýnum.
Var það líkast því sem haíið, skygnt af dreyr-
rauðri miðnætursólinni, skógi klæddir ásarnir og
urðin hringsnerust umhverfis okkur eins og þegar
hnykli er snúið í bandi. Mér fanst ég heyra hávært
óp í ásnum fyrir handan; en sjálfur fékk ég engu
orði upp komið.
Hún var náföl og horfði eilt andartak á mig ró-
lega; svo lokaði hún augunum.
Þá fékk sá vondi vald yfir mér og drottinn tók
dúfuna, því ég var hryggur og örvita og þrýsti henni
að mér af öllum mætti, þar til mér sortnaði fyrir
augum.
En er ég tók eftir því, að hún var að deyja, varð
ég gagntekinn af ótta og skelfingu. Ég tók lil að
reyna að blása lífi í hana eins og nóttina, er ég
bjargaði henni á höfninni og fékk ást á henni, af
því að ég sá, að hún var yndisleg guðs gjöf, sem ég
gæti ekki án lifað. Og mér var ekki unt að gefasl upp.
En, ég hafði ekki kunnað að meta þá gjöf, sem
mér hafði hlotnast, — og önd hennar var ekki lengur
hér á jörðunni.
Hún leit út eins og sofandi engill, þar sem hún lá
þarna kyrlát og hvít, og ég sat yfir henni til morguns.
En upp frá því hefi ég ekkert vitað af mér ... því
að drottinn var svo náðugur að svifta mig vitinu;
og þegar ég kom til sjálfs mín aftur, sat ég hér
fjötraður við vegginn sem vitskertur maður.
Ég huggaði mig þá við það, að þeir myndu kveða
upp yfir mér líflátsdóm og láta mig gjalda gl*ps
míns. Og, hefði það orðið, þá hefði ég nú frið í
sálu minni og hefði fengið að sjá Nóru aftur. fví