Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 104
[ IÐUNN
Nýtt skólafyrirkomulag.
Eftir
Árna Þorvaldsson cand. mag.
Flestar þjóðir, sem eitthvað eru komnar áleiðis í
menningu, eiga sér einn eða íleiri háskóla. Þeir eru
með hverri þjóð nokkurs konar miðstöð andlegra
krafta þjóðarinnar, þaðan sem rafstraumar þekkingar,
vísinda, atorku og siðgæðis eiga að dreifast í gegn
um alt þjóðfélagið. En til þess að þessar menningar-
miðstöðvar geli haft afl til að lyfta þjóðunum á
hærra stig í verklegum framkvæmdum, vísindum og
siðgæði, verða þær að hafa til umráða beztu og full-
komnustu krafta þjóðféiagsins. Sérhver þjóð telur það
því skyldu sína að efla háskóla sina eins mikið og
efni og ástæður frekast leyfa, og megum vér Islend-
ingar ekki verða eftirbátar annara þjóða í því efni.
Vér verðum að hafa það liugfast, að frá háskólanum
koma ílestir embættismenn þjóðar vorrar, þeir menn,
sem eiga að framfylgja lögum og rétti, prédika trú
og siðgæði, lækna sjúka og standa fyrir mikilvægum
verklegum framkvæmdum, útbreiða vizku og þekk-
ingu meðal þjóðarinnar (sérstaklega æskulýðsins) og
efla vísindin. Vér verðum þvi að kosta kapps um að
draga að háskóla vorum þá vitrustn, lærðustu, dug-
legustu og beztu menn, er vér eigum völ á í hve.rri
fræðigrein. En til þess að hið mikilvæga slarf há-
skólans beri sem beztan árangur verða þeir menn,
er njóta eiga fræðslu og leiðbeiningar þeirra vísinda-
manna, er við hann starfa, að hafa náð allmikluni
andlegum þroska og að hafa allmikla kunnáttu til
að bera. Prófessorar og dócenlar háskólans geta þvi