Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 141
IÐUNN ]
Súsamel.
135
ríkju, og ég iók mér miklu nær en ég í raun og
veru vildi kannast við. Bernskuvinur minn og hetja
átti enn ítök í huga mínum, — það fann ég nú.
— En maður fær þó víst að sjá hann og tala við
hann, sagði ég angurvær.
— Já, ef þú vilt. Það eru járnstengur fyrir glugg-
anum, ef þú vilt heldur tala við hann utan við
gluggann; en þér er alveg óhætt að ganga inn til
hans. Fyrstu árin var hann bandóður, og þá þustu
drengirnir saman utan við gluggann hjá honum. En
nú er alt breytt. Nú situr hann allan daginn yfir
bibliunni.
Eg feldi niður lalið. Ég ætlaði að heimsækja Súsa-
mel einsamall.
Eg sá svo um, að ég gæti verið einn hjá honum,
er komið var undir rökkur daginn eftir.
Þegar ég kom inn til hans, sat hann í sinum
gömlu stellingum, álútur og áframboginn og studdi
olnbogunum á kné sér.
Hann leit ekki upp — hann hefir sennilega haldið,
að það væri vörðurinn. Þessi þrekvaxni maður var
enn stærri og sterklegri en mig minti, en hann var
orðinn talsvert ellilegur og hrumur, og hið siða hár
hans og loðnu brýr voru orðin mjallhvít. Hann var
e»ns og hálfhrundar rústir.
Liklegast hafa honum fundist hreyfingarnar í klef-
anum xera öðruvísi en venjulega, því að nú skotraði
hann augunum snögt og llóttalega út undan sér. Og
er hann leit á mig, fanst mér eitthvað ógurlegt og
^ryllingslegt í svipnum, er benti til þess, að þessi
JOtunorka þyrfti í raun og veru hlekkjanna við
Og við.
Mér fanst í svip sem ég í íljótfærni minni hefði
hælt mér helzt til langt. En traustið, sem ég bar til
okkar forna kunningsskapar, kom mér til hjálpar,
°g ég spurði innilega: