Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 24
18
Valdemar Krlendsson:
[ IÐUNK
»Svei; þetta er ljótt, pabbi. Við skulum tala um
eitthvað annað«, sagði Elín í ávítunarrómi.
Guðmundur hélt áfram: »Eða sko; það held ég
ástin sé ekki sérlega góð í slitföt, þegar þau eiga
ekki garmana utan á skrokkinn á sér. Þá, sko, væri
betra að eiga nokkrar skjátur og ullina af þeim, en
að ganga með hausinn fullan af þessari ást«.
»Ég anza þessu ekki, pabbi«, sagði Elín og hott-
aði á ldárinn og hleypti á sprett.
»Nei; láttu þér hægt, telpa mín«, sagði Guðmundur
og sló í Sörla. Hann náði lienni þegar. Þau riðu
hratt stundarkorn samsiða, og Guðmundur lét dæl-
una ganga: »Jú, sko. Nú skulum við einmitt tala
saman um þetta. Eg vil reyna að lemja þessa ástar-
vitleysu burt úr hausnum á þér. Sko; taktu nú eftir
þvi, sem ég segi. Pið, þessir unglingar, eigið að trúa
okkur reyndu og fullorðnu mönnunum. Þið, sko, þið
viljið ekki fara eftir öðru en einhverju tilfinninga-
flögri; það er, sko, aðal-vitleysan hjá jTkkur. En við,
þessir eldri og reyndari, við, sko, förum eftir vitinu
og reynslunni«. Þau hægðu ferðina.
»Já; en reynslan í þessum efnum er ekki sann-
leikur nema fyrir þann eina, sem reynsluna lieíir.
Og hið almenna sannleiksgildi reynslunnar fer ein-
göngu eftir þvi, hvernig reynslan er skilin, hve vitur
sá maður er, sem reynir«.
»Mikið barn erlu, stelpa! Er ekki reynslan sann-
leikur? Hvað er þá sannleikur? Þú ættir heldur að
þegja en að *segja svona vitleysu, Ella mín, ekki
heimskari manneskja en þú ert. Éví gáfuð ertu, sko;
það ertu. En taktu nú eftir því, sem ég segi þér. Eg
vil þér vel og segi þér eklci nema satt. Sko; í fyrst-
unni, þegar ég bað hennar mömmu þinnar sálugu,
þá þótti mér ekki minstu ögn vænt um hana, sko,
ekki hætis hót«.
»í*essu trúi ég vel, pabbi«, sagði Elín og hló.