Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 92
86
Ágúst H. Bjarnason:
I IÐUN'N’
út af lifrinni hér í Reykjavík. Því lauk svo, þótt
óviturlega væri til stofnað, þar sem enginn varasjóður
var til handa verkfallsmönnum, að vinnuveitendur
urðu að láta undan að mestu. Nú þegar þess er
gætt, að einmitt hásetar og yfirmenn Á botnvörpung-
um vorum eiga yfirleitt við ágæt kjör að búa og
meira að segja belri kjör en ilestir starfsmenn þjóð-
félagsins eða bins opinbera, verður ekki séð, að þeir
myndu græða mikið á þvi, þótt þjóðfélagið tæki eða
gæli tekið þenna atvinnurelcstur að sér.
Eina atvinnufyrirtækið hér á landi, sem segja má
um að sé »sócíaliserað«, að minsta kosti í bili, er
landsverzlunin. En vanséð er enn, hvernig henni
reiðir af og hvort hún stendur eða getur staðið lengur
en á meðan beimsslyrjöldin stendur yiir. Geti hún
eftir það staðist heiðarlega samkepni og þó gefið
góðan arð, á hún skilið að lifa; annars ekki.
En þótt því sé nú þannig farið, eins og drepið
liefir verið á, um atvinnufyrirtækin hér á landi, að
ekkert þeirra nema eitt bendir i áttina til hreins
»sócíalisma«, þá er verkamannahreyfingin engu síður
óhjákvæmileg og eðlileg hér en annarsstaðar. Rað er
ekki nema eðlilegt, að verkamenn hér sem annars-
staðar stofni með sér félagsskap til þess að gæta
stéttarhagsmuna sinna. ()g ekki er heldur nema goll
og sjálfsagt, að verkamenn og aðrir reyni að stofna
með sér kaupfélagsskap, ef þeir hyggja, að þeir geti
létl sér eillhvað afkomuna með því móti. Loks er
það heldur ekki nema eðlilegt, þótt verkamenn, ef
þeir eru svo vel mentir og samtaka, kjósi heldur
málsvara úr sínum eigin hóp en annara bæði 1
bæjar- og sveitarstjórnir og á þing þjóðarinnar.
En hins ættu bæði verkamenn og aðrir að gæta,
að þetta er enginn eiginlegur »sócíalismus«, heldur
er það eitt sócíalismus, að leggja alla framleiðslu og
framleiðslutæki undir slarfrækslu og sljórn hins opin-