Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 66
60
Guðm. G. Bárðarson:
1 IÐIINN
verið til aukningar a efnaforða landsins, t. d. dýra-
og jurtaleifar, sem safnast hafa við flæðarmál eða
lagst til botns á grunnsævi og síðar risið úr sæ.
Þannig finnast víða um land miklar skeljar og aðrar
sædýraleifar í fornum sjávarleifum á landi uppi;
einnig rekaviður og leifar ýmissa sæplantna; hefir
særinn í fyrndinni borið þelta að landi.
Loftið og vatnið, sem úr skýjunum fellur, hefir
að geyma ýms þýðingarmikil frumefni (súrefni, köfn-
unarefni, kolsýru, vatnsefni o. II.). Sum þessara efna
hafa gengið í sambönd við ýms jarðefni, sem í land-
inu finnast, og þannig staðnæmst í landinu. Sum
hafa jurtirnar unnið úr loftinu og vatninu og skilað
þeim svo að fullu til jarðarinnar, þegar þær hafa
dáið og lagst til hinztu hvildar í jarðlögunum og
orðið að mó, surtarbrandi, kolum eða gróðrarmold.
Ýmislegt fleira mætti nefna, sem ef til vill befir
aukið efnaforða landsins litilsháttar. Vatn, sem komið
heíir djúpt neðan úr jörðunni, hefir borið með sér
efni upp á yfirborðið (hverahrúður, járn o. 11.), þó
eigi sé víst, hvort það hefir í raun og veru borið þau
inn fyrir endimörk landsins (o: upp fyrir sjávarmál)
eða leyst þau úr bergtegundum í landinu sjálfu.
Vindar bera og salt utan af hafi langt á land upp,
einnig fíngert dust frá fjarlægum löndum. Vígahnettir
og stjörnuhröp hafa og að líkinduin fallið á landið
utan úr geimnum; en þetta og annað líkt heíir haft
svo smávægileg álirif á mýndun landsins, að þess
gætir hér um bil að engu.
III. Mótun landsins.
Ég hefi nú skýrt frá því, hvaðan efniviður sá er
kominn, sem land vort er myndað af, og hvaða öll
hafa starfað að aðflutningi þeirra; þar með er lýst