Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 49
IÐUNN]
Góð kaup.
43
— En sko. Hvern fjandann kemur þetta málinu
við?« sagði Guðmundur órólega.
»Jú, sérðu nú til. Hann er búinn að koma sér
upp nokkrum kindum, pilturinn. í raun og veru má
heita svo, að hann eigi allar kindurnar í Holti, þó
það hafi til þessa gengið undir mínu nafni — —«.
»Já, sko. Mig varðar ekkert um það«, tók Guð-
tnundur fram í, fokvondur.
»Nú, nú, og svo ætlar hann Sveinn minn á Felli
að lána honum peninga, svo að hann geti borgað
systkinum sínum út þeirra hluta af því litla, sem ég
er búinn að eignast í kotinu. Þau hafa aldrei fengið
móðurarfinn sinn, aumingjarnir. Hvort tveggja hann
var ekki mikill — — —«.
»Sko; mig varðar andskotann ekkert um þetta. Eg
er, sko, hreint ekkert að spyrja þig um ráðagerðir
ykkar«, tók Guðmundur fram í og fór nú að ókyrrast.
»Viljið þið ekki fá meira kaffi?« spurði Elín.
»Jú, það er bezt við fáum í bollana aftur«, sagði
Guðmundur byrstur. Elín tók kaffikönnuna og fór.
Páli hélt áfram: »t*etta þótti mér rétt að segja þér,
Guðmundur minn. Og eins vildi ég láta þig vita um
girðinguna«.
»Nú, sko. Það er þá Einar, sem ræður þessu með
girðinguna. Mér lízt ekkert á búskapinn lians, ef
Þann ætlar að byrja á því að amast við mér. Ég
hefi alt að þessu ekki látið troða mig um tær.-------
Annars skulum við tala um þelta girðingarmál ein-
hvern tíma seinna«.
Elin kom í þessu inn með kafíið, helti í bollana
handa þeim og settist á sama stað og áður. Hún
var róleg á svip.
Páll hélt áfram: »Já, það er nú líklegt, að þessi
g'rðingar-spotti verði ekki að neinu misklíðarefni
m>Hi búanna, einkum — —«
^Jú, sko. Það skal hann einmitt verða. En nú vil