Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 42
36
Valdemar Erlendsson:
[IÐUNN
»Nei. sko, það er alveg rétt hjá þér, og þess vegna
er, sko, óhætt að trúa því, sem hann segir. Og svo
ætlast ég nú líka til, að þú hlustir á sögu hans, svo
að þú getir leiðrélt hann, ef hann fer ekki allskostar
rétt með. Iia, ha, ha!«
wÞetta er ágætt hjá þér, pabbi«, sagði Elín og
brosti. »þið hafið vísl verið góðglaðir í gærkveldi.
Hann Páll fer ekki að segja þér neitt um okkur
Símon. það getur þú verið viss um«.
»Hann hefir nú samt lofað því, sko. Og það sem
Palli gamli lofar, það efnir hann. — En ég skal segja
þér eitt, Ella mín. Karlinn var skralti þrálátur og
vildi helzt ekkert segja, fyr en ég bauðst til að selja
honum Sörla. þú veizt, að hann hefir all af séð
eftir því, að hann seldi mér hann«.
»Já, einmitt það, þá skil ég alt saman«, sagði Elín
og brosti drýgindalega.
»Já, hlæðu nú ekki að því. Eg skal segja þér, að
ég hálf-sé eftir þessu loforði mínu. En ég stend við
það, ef karlinn efnir sín orð. En sko, nú gætir þú
losað mig frá þessu loforði, ef þú segðir mér allan
sannleikann, áður en karlinn ketnur. Sko, þá þyrfti
ég ekki að láta hann segja mér neitt og þá heldur
ekki að láta hann fá Sörla minn. Sko; þetta ættir þú
að gera«.
»0-nei, það geri ég ekki. Ég segi þér ekkert frekar
en ég hefi gert. Ég sé ekkert eftir því, þó Páll fái
Sörla. Er þelta annars satt, sem þú ert að segja?
Ætlar Páll að koma hér í dag? því sagði hann þér
ekki alt í gærkveldi?«
»Já, Ella mín. Það er satt. Hann kemur hérna í
dag og segir mér um leynifundi j'kkar Símonar«.
»Jæja, þið um það. Ég tala alls ekki meira um
þetta«, sagði Elín og fór út úr eldhúsinu.
Guðmundur var ánægður með sjálfum sér og brosti
í kainpinn. Hann stóð upp og fékk sér meira kafíi.