Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 156
150
Ritsjá.
[ IÐUNN’
og Gunnsteinn svo skyldar sálir og samhuga, að ekki liefði
purft nein »dularfull fyrirbrigði« til þess að leiða hugi
þeirra saman, þrátt fyrir þá fæð, sem frúin hafði lagt á
Gunnstein. En alstaðar bregður »1 i 11 a bróður« fyrir, þar
sem skynsemina þrýtur bæði hjá lækninum og frúnni,
þótt Siggi litli einn sé þess megnugur að toga hana alla
leið inn til læknisins. Læknirinn er líka sömu trúar og
frúin, trúir bæði á »astralplan« og annað og auk þess, að
hann sé sjálfur útvalið barn hamingjunnar, síðasti Hrafn-
istumaðurinn, sem alt af liaíi »leiði í lífinu«, hvert sem
liann vilji; því er ekki að kynja, þótt hann sigli hraðbyri
í höfn hamingjunnar, — fangið á frú Finndal.
En það eru ekki þessar blessaðar »gljámyndir« úr sög-
unni, sem verða manni minnisstæðastar, heldur einmitt
»hákarlinn« Jósafat og þvottakerlingin Grima. Pað er þeim,
sem sópar að, og þau gera söguna svo eftirminnilega.
Jósafat, hinn ósvífni og samvizkulausi braskari, seni
liefði getað orðið að svo góðum manni, ef hann hefði ekki
mist Siggu sina, eða ef hann hefði fengið frú Finndal og
ckki fundist, að hann stæði einn gagnvart öllum heimin-
um. En einmitt af því býr hann sig brynstakki harðýðg-
innar og lætur ættardrauginn — hina ófyrirleitnu eigin-
girni sína — úthverfa alveg sálu sinni, í stað þess »að
skoða sig í sambýli, samvinnu við allan lieiminn«. Það
var villan lians.
Og Gríma kerlingin, sem alt sitt líf hefir orðið að þjóna
öðrum og gera verstu skítverkin. Hún er meinyrt og ill-
málg um flesta, en þó svo brjóstgóð inn við beinið, að
hún gerir sig að þjófi fyrir þá, sem eiga enn bágra en
hún, og ber jafnvel stækasta fjandmann sinn, Jósafat, út
úr bálinu.
Þessar persónur man maður, enda ber þar mest á
»skygni« höf. sjálfs á hið góða i mannssálunum. Og fyrir
bragðið verður hann sá siðameistari, sem getur sýnt
manni, hvernig maður á að fara að því að brjóta af sér
hörku- og eigingirnisskelina í sambýlinu við aðrar — sér
betri sálir.
Því að allur heimurinn er eitt sambýli, ýmist til ills eða
góðs. Þegar Gríma gamla fer að ásaka sig um, þar sem