Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 100
94
Agúst H. Hjarnason:
IIÐUNN
eignalán með afbragðskjörum, en það mundi lyfla
landbúnaði vorum og koma^honum úr fjárþröng
þeirri og vandræðum, sem hann nú er í. Þá mundu
fremur geta risið blómleg bú um allar sveitir lands-
ins, ef fá mætti í landinu löng og hagfeld lán til
jarðabóta, en við það mundu jarðeignir stíga í verði
og gefa æ meira og meira af sér, svo að vér smám-
saman nálguðumst markmið það, sem er hverju
landi nauðsynlegt, að verða sem mest sjálfbjarga að
því er landafurðir og aðrar lífsnauðsynjar snertir.
Og slíkur sjóður ætti að geta gert meira, er hann
hefði náð hámarki sínu. Hann ætti að geta hjálpað
oss til að beizla sjálfir fossa vora, eða ef vér fáum
aðra til að beizla þá, þá að reka þær rafmagns-
stöðvar, er þegar væru komnar á slofn, en yrðu að
eign landsins eftir ákveðið árabil, eins og nú á sér
stað bæði í Noregi og Svíþjóð. En þá myndi sjóður
þessi einnig hjálpa oss til að leiða Ijós og yl og
vinnuafl inn á svo að segja hvert einasta heimili í
landinu. Hversu mikla farsæld mundi nú ekki þetta
hafa í för með sér og lyfta öllum atvinnuvegum
landsins?
Svo myndi sjóðurinn loks gera það að verkum,
sem raunar er aðalmarkmið hans, að létta löluverð-
um sveitaþyngslum af mestöllum sveitum landsins,
sem sé mest allri eða allri gamalmenna-framfærsl-
unni. Og alt þetta fengist, ef hver upprennandi
maður, jafnt karl sem kona, gerði sér að skyldu að
borga annaðhvort 10 krónur á ári frá því, er hann
yrði fullra 16 ára, og til 55 ára aldurs, eða með því
að greiða sem svarar 55 kr. á ári í þrjú ár, eða 250
kr. eitt skifti fyrir öll. Ef karlmaður ætlaði að líf-
tryggja sig fyrir sömu upphæð í Lífsábyrgðarslofnun
danska ríkisins, yrði hann að borga 100 kr. meira
eða c. 350 kr. eitt skifti fyrir öll, og kvenmaður fast
að 400 kr. Það eru því vildarkjör, sem þessi ísl. líf'