Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 123
löUNN1
Súsamel.
117
Mér er það enn í fersku minni, er ég á bernsku-
árum mínum í Tromsö hej'rði talað um Súsamel
fyrsta sinni; — það var eins og í loftinu byggi ein-
hver geigur við það nafn. En ég mun nú reyna að
segja frá öllu eins og það stendur mér fyrir hug-
skotssjónum frá þeim árunum.
I5að var um Rússatímann, það er að segja þann
hma sumars, þá er höfnin var alþakin Rússadugg-
nm. Rjört sumarkvöldin gengu Rússarnir hópum
saman um göturnar með húfur sínar á höfðinu,
klæddir síðum, gráum kyrtlum og sungu fjórraddað.
Peir ílysjuðu og snæddu sveppi, sem þeir höfðu
fundið uppi á eynni og við börnin álitum öldungis
baneitraða fyrir alla aðra en Rússa.
Við hin hillingakendu áhrif Ijóssins þar nyrðra,
þar sem þræða má nál og lesa á bók við birtu mið-
nætursólarinnar, var það oft slík kvöld, að þessi
litla birkivaxna ey, alþakin smáum bændabýlum,
slóð á höfði með húsum bæjarins, höfninni, skipun-
nm og fjallinu fyrir handan í skygðu, dimmgrænu
sundinu og var þá eins og alt svifi 1 tæru, lausu lofti.
Utan við bryggjurnar lá þéttur skógur þrísigldra,
niarglitra Rússaduggna. Stýrðu þeim RogdanotTar,
WassilielTar eða hvað þeir nú hétu allir skipstjór-
arnir. Voru plankarnir í bryggjunum orðnir hvítir af
rúgmjölinu, sem allan daginn var verið að skipa upp
og lyft var með vindum upp á vörugeymsluloftin.
A skipum þessum voru margir fáséðir gripir. Rúss-
nrnir höfðu meðal annars harðar gular kökur, er
þeir nefndu »Prenika« og seldu þeir okknr tvær fyrir
eilt eir-»kopek«, er við hrópuðum á okkar smásveina
rússnesku: »Prenika kopum«. — Þá höfðu þeir og
siberiskar hnetur, er þeir gáfu okkur. Á borðinu í
báetunni lágu dýrlinga-almanök með rauðletruðu nafni
hvers dýrlings. Þar niðri gengu og um einkennilega
klæddar rússneskar konur og rendu þær tei úr fægð-