Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 11
IÐUNN)
Ðandalag Norðurlanda.
5
áttum. Og samvinnan milli Norðurlanda hefir lika
verið ágæt, á meðan á striðinu hefir staðið (vitanlega
að íslandi undanskildu). Og nú hefir hið mikla hrun
á Rússlandi og skilnaður Finnlands frá þessu ríki
numið í burtu austrænu hættuna, sem áður var; en
um leið hafa Svíar fengið á því að kenna, að Þjóð-
verjar geta verið all-óþægilegir vinir. Hagsmunirnir
eru ekki lengur eins skiftir og áður.
Vér höfum allir lesið um þriggja konunga fundina
í Málmhaugum og Kristjaníu og ráðherrastefnurnar
norrænu, en vér vitum ógerla, hvað gerst hefir á
fundum þessum; en marklaust hefir það áreiðan-
lega ekki verið. Eins er það allsendis óvíst, hvort
þessum fundum muni haldið áfram eftir ófriðinn,
eða hvort þeir muni leiða til innilegra bandalags
milli allra Norðurlandaríkjanna. En margt bendir til
þess, að ekki myndi veita af því, að svo yrði.
Því miður er þess víst langt að hiða, að þjóðernis-
legt réttlæti muni ríkja í heiminum. Og þröngt í búi
mun verða víða í löndum, svo varla munu þau þá
óþörf vöruskiftin, sem menn nú hafa komið á í milli
Norðurlanda, einkum ef viðskiftastríðinu , verður
haldið áfram. Pað verður þá áreiðanlega margt og
mikið, »sem um er þörf að ræða«.
Nú þegar eru þeir ekki allfáir, sem óska þess, að
Norðurlönd taki saman liöndum fyrir fult og alt.
En hvernig er nú afstaða íslendinga til þessa máls?
Vilja þeir vera með? Eða ætla þeir að »segja sig úr«
öllu sambandi við Norðurlönd?
Skandinavíska hreyfingin, sem áður var, átti eig-
inlega ekki upp á pallborðið hér á íslandi, átti víst
að eins örfáa fylgismenn hér, og lágu til þess ýmsar
orsakir. í fyrsta lagi má nefna stöðu íslands á jarð-
hnettinum, fjarlægð þess frá hinum Norðurlöndum;
i öðru lagi hinar pólitísku deilur við Dani, og í
þriðja lagi þetta, að hinar þjóðirnar gleymdu að taka