Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 79
iðunn i
Myndun íslands og ævi.
73
Allar líkur eru til, að alt jurla- og dýralíf á land-
inu hati farist undir heljar-hjarni jökullímans. Vér
höfum heldur ekki fundið leifar slíks hér á landi frá
þeim tíma, enda er þess varla að vænta; þó jurta-
gróður kunni að hafa náð hér fótfestu á hlýviðris-
köflum jökultímans, hafa jöklarnir eyðilagt allar leifar
þess, er þeir uxu aftur.
Afstaða láðs og lagar heíir tekið miklum breyting-
um á jökultímanum. Pegar hin merkilegu skeljalög
í Búlandshöfða mynduðust, hefir særinn þar náð
tneira en 200 melrum hærra upp en nú. Fossvogs-
lögin eru að líkindum mynduð í ca. 20 m. djúpum sæ.
Við lok jökultímans gekk særinn á land og náði
að lokum um 80 m. liærra en nú umhverfis landið.
Meginliluti yfirborðs landsins er þakinn ýmiskonar
jarðlögum, er myndast hafa á jökultímanum. Stór
svæði eru þakin af leir, jökulurðum, lausagrjóti og
hnullungum, er jöklarnir hafa soríið og sprengt úr
berggrunni landsins, ekið ti^ og síðan skilið eftir;
og ílest láglendi landsins eru að miklu lejdi mynduð
af lausagrjóti, sandlögum og fíngerðum leir (smiðju-
mór, jökulleir eða bláleir), er jöklarnir liafa malað
af landinu; jökulárnar og skriðjöklar hafa llutt það
til sjávar, og öldur hafsins síðan aðgreint það og
raðað því í regluleg lög á mararbotnum, sem nú eru
risnir úr sæ. — Líklegt er, að all-mikill hluti grá-
§rýtishraunanna (dolerit) og móbergsins (palogonit
breceia), sem að mestu hylur miðbik landsins og
^nðurland, sé til orðið á jökultímanum við sam-
vinnu jökla og jarðelda.
6. þáttur. Nútiminn,
eða landnámstími jurtagróðursins, frá lokum jökul-
timans fram að landnámstíð.
Um það leyti, sem jöklarnir byrjuðu að fjarlægjast
strendur landsins, var hér lieimskautakuldi. Eftir það