Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 26
20
Valdemar Erlendsson:
| IÐUNN
hrossamarkaðs-skoðun að mér. Ég fellst aldrei á
hana«, sagði Elín reiðilega.
»En ég hefi nú hugsað mér, dóttir sæl, að láta þig
láta undan. Því ef þú giftist ekki Sveini á Felli, þá,
sko, þá fær þú ekki einn eyri af eigum mínum. Ég
geri þig arflausa, sko. Pú skilur það«.
Elín varð reið og sagði: »Ég veit, af hverju þú
sækir þetta svona fast. En ég læt aldrei undan. Fú
getur þess vegna farið með mig eins og þér bezt Iíkar«.
»Ég sæki þetta svona fast, af því mér þykir vænt
um þig og vil sjá vel fyrir framtíð þinni. Þú ert eina
dóttirin, sem ég á, og mér þykir vænst um þig af
börnunum, og þess vegna vil ég gifta þig vel«.
»Já; ég veit, að þér þykir vænt um mig, og að þú
vilt mér vel. En ég veit lika, að þér er annað ríkara
i huga en hamingja mín í þessu máli. Ég veit ósköp
vel, að þig hefir lengi langað til að eignast Fellið.
Og nú er tækifærið. Þið Sveinn eruð búnir að gera
það að samningi á milli ykkar að hafa skifti á jörð-
unum og gefa mig í milli. Við Sveinn eigum svo að
búa liér í Tungu, en þú flytur að Felli. Þetta sagði
Sveinn mér í fyrra vetur, þegar hann bað mín í
fyrsta sinni. Svo gáfaður var hann nú þá«.
»Þú ert reið núna, Ella mín. Já, sko; en hvað er
svo á móti þessum ráðagerðum? Er ekki Tungan
ein af beztu jörðunum í hreppnum, þó hún fram-
fleyti ekki eins miklu og Fellið? Eg efast, sko, ekk-
ert um, að ykkur mundi líða hér ágætlega, og þið
munduð stórgræða hér. Tungan er æskuheimili þilt
og föðurleifð, og ég skil ekki annað en að þér ætti
að þykja vænt um að þurfa ekki að flytja þaðan.
Sko, ég sé nú ekki betur en að þetta geti vel farið
saman. Ég þykist sjá fullsæmilega fyrir framtíð þinni
á þennan hátt, þó að ég jafnframt eignist jörð, sem
ég vil eiga«.
»Þú veizt ekki, hvernig bezt verður séð fyrir fram-