Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 145
IÐUNNl
Súsamel.
139
degi fyr en vonast var eftir mér. Nóra var ekki í
bsenura ... og þá varð mér svo undarlega órótt í skapi.
Kg gekk til húss Jakvists í fjörunni; en þar var
heldur enginn.
Þá gekk ég á fund Kaisu.
Hún var ein, er ég kom. Hún stóð við gluggann
og horfði upp eftir hlíðinni sótrauð af reiði og geðs-
hræringu. Hún hreyfði sig ekki allan tímann, sem
ég var inni; það hlaut að vera einhver, sem hún
horfði á eftir.
— Það var gott, að þú komst heim svona snemma,
Súsamel — sagði hún, og hæðnin og illgirnin skinu
út úr orðum hennar og látbragði.
— Nú er Nóra Árna farin upp í sumarkofann, og
rétt áðan fór Jakvist líka upp á heiðina á veiðar.
— Ég trúi þér ekki, Kaisa.
En hún hélt áfram í hæðnis-tón:
— Það er auðvitað bezt að hugsa sér það þannig,
úð það sé til þess að umflýja Jakvist, að hún fer upp
i kofann á hverju kveldi, þá er þú ert ekki heima.
— Ef til vill bæði til að losna við þig og liann,
Kaisa — hrópaði ég.
Augu hennar tindruðu.
■— Ég skal segja þér nokkuð, Súsamel, sem þú
hefir aldrei fengið að vita. ... ltauðköflótti silkiklút-
urinn hennar er gjöf frá Jakvist. ... Ég veit að
Pljónninn er frá þér. Spurðu hana sjálfa, þá muntu
Sannfærast.
Eg lagði af stað upp að kofanum. Sá fyrsti sem
eg kom auga á þar uppi í hlíðinni var Jakvist, sem
gekk rösklega upp eftir með byssuna um öxl.
Og nú fann ég, að ég réð mér ekki lengur.
t*að hlýtur að hafa sést á mér, því er ég hitti
Nóru í dyrunum, hörfaði hún undan inn eftir gólfinu.
Sástu Jakvist þarna i lilíðinni? — spurði ég.
— Nei, Súsamel. — Hún átti örðugt með að tala.