Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 143
IÐUNN]
Súsamel.
137
Jakvist búðarmanni hjarta sitt. Hann var fríður og
fínn í orðum, en ég var í öllu grófgerður eins og
tjargaður róðrarbátur. Eg sá þau brosa hvort við
öðru á bryggjunni, og þegar hún bjargaði honum í
Rússabardaganum, fanst mér, að þrátt fyrir alt væri
mér þó ekki ætlað að fá hennar; ég fann, að hún
var um of hneigð fyrir allskonar gleðskap. En guð
hafði nú einu sinni gert hana þannig úr garði, að
ég gat ekki gleymt henni, og ég fann nú raunar
líka, að henni stóð ekki á sama um mig.
Svo hvarf grunurinn. En ég fann samt þá þegar
til þess, að hann mundi geta gert mig brjálaðan; og
mér sortnaði fyrir augum í hvert sinn, sem þessi
grunur gerði vart við sig.
En — hefði ekki Kaisa verið til, hefði hann aldrei
komið aftur. — Hún lagði ævinlega eitthvað ilt til
málanna. Það var eins og hún sæi, hvar hæfa skyldi.
Árið eftir að við Nóra áttumst, spurði Jakvist mig
einu sinni að því í Tromsö, hvort ég vildi láta hann
fa lítinn hólma fyrir framan fjöruna hjá mér til
grútarbræðslu, er hann ætlaði að koma á fót. Hann
sagði mér jafnframt, að stjúpbróðir minn — maður
Kaisu — hefði þegar gefið loforð fyrir sínum hluta
af fjörunni.
— Nei, Jakvist — svaraði ég. — Það yrði hvor-
ugum okkar til góðs.
Og þar með hefði það getað verið útkljáð mál.
Hann fór *ekki fram á það oftar.
En er lieim kom, hélt Nóra þvi fram, að það væri
rangt af mér að koma þannig í veg fyrir hagsmuni
stjúpbróður mins.
Og þannig komst Jakvist þangað. Hann lét smíða
Htið hús niðri í fjörunni og dvaldi þar langdvölum
a sumrin til að líta eftir verkinu og stunda veiðar.
Einn dag, er ég ætlaði að leggja af stað í ferð til
-talangen og kom til Kaisu til þess að sækja segl,