Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 41
IÐUNN]
Góö kaup.
35
það nýlega, sem við vorum að tala um hérna á dög-
unum? Sko, þetta með hann Svein«.
»Nei, ég hefi ekkert um það hugsað. Elsku pabbi,
farðu nú ekki að brjóta upp á því núna. Það er ekki
til neins. Það er skrítið, að þú skulir alt af fara að
tala um þau efni, þegar þú smakkar vín«.
»Ö1 er innri maður, Ella inin. Mér er þelta svo
mikið áhugamál. Eg hugsa mikið um það«.
»Já, en við skulum nú samt sleppa því núna,
góði pabbi. Mér er svoddan ami að því umtali. Það
heíir heldur ekkert upp á sig, að við förum að jag-
ast um það. Við látum hvorugt af okkar máli,
grunar mig«.
»Ó-nei, Ella mín. Ég ætla ekkert að fara að jag-
ast við þig um það núna. Eg ætla bara að-segja
þér, að í dag kemur maður til mín og segir mér um
alt þitt ástamakk. Svo að þeim þætti er nú bráðum
lokið, sko. Það er fyrsli þátturinn, sko. Hann vinn
ég. Sko, — svo sjáum við til, hvort okkar vinnur
nasta þátt«.
»Af hverju læturðu svona, pabbi? Ég held þú sért
hálf-fullur. Hver var þér samferða í gærkveldi, eða
varstu einn á ferð?«
»Nei, sko, ég var ekki einn. Maðurinn, sem með
niér var, kemur liingað i dag«, sagði Guðmundur
hróðugur.
»Hver er sá?« spurði Elín.
»0, það er bara hann Páll á Holtinu«, sagði Guð-
TOundur hróðugur og mjakaði sér til á stólnum.
Elín roðnaði við og þagði.
»Nú jæja, sko, Ella mín. Þú roðnar þá af þessu.
Pað er óþaríi. Palli kemur nú hérna í dag og segir
mer um ástir ykkar Símonar«.
Elín hló við og sagði í storkandi málrómi:
»Ælli það sé nú svo víst. Páll hefir verið kendur
' *
1 gærkveldi. Hann er nú enginn flysjungur«.
3