Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 53
IÐUNNl
Góö kaup.
47
»Já, arflausa geri ég þig. Ekki einn einasti eyrir
af eigum mínum skal fara að Holti. Mínar eigur,
Tungu-auðurinn, að flytjast að Holti! Nei, svei, og
aftur svei!«
»Það gerir ekkert til, Guðmundur minn. Ég sækist
ekki eftir eigum þínum, vil ekki fjármuni þína. Með
guðs hjálp ætla ég sjálfur að sjá Elínu farborða. En
hitt er það. Ég vildi helzt komast hjá því að verða
óvinur þinn fyrir það, að ég elska dóttur þína og
hún elskar mig, og þess vegna viljum við bæði fá
samþykki þitt. Og ég veit þú gerir það, Guðmundur
minn. Núna er bezt að tala ekki meira um þetta.
Tíminn er ekki heppilegur. Éú ert ekki vel upplagður
eftir ferðalagið og vínið í gær. Eg ætlaði heldur alls
ekki að brjóta upp á þessum málum núna, en faðir
minn var óður og uppvægur og vildi endilega segja
þér alt í dag. Svo að ég mátti til að fylgja honum.
Eg óska þess innilega, að við skiljum sáttir að þess-
um málum, og ég vona að svo fari«.
Guðmundur þagði. Páll stóð upp og færði sig til
Guðmundar og sagði: »Já, Guðmundur minn. Það
er nú bezt að fara að halda heimleiðis. Og Sörla er
bezt að ég taki með mér. Hérna eru aurarnir«.
Hann hnepti frá sér treyjunni og tók blátt umslag
upp úr vasanum og rétti Guðmundi. Hann stóð upp
af stólnum og barði á hönd Páli, svo að honum
varð laust umslagið og féll það á gólfið.
wÞegi þú, Páll. Ég vildi þú hefðir aldrei liingað
komið. Það eru dáindis góð kjör, sem þið bjóðið
mér: Þið ætlið að taka Sörla af mér, girða Nesið af
°g fara burt með Elínu. Ég hefi aldrei á minni ævi
lifað annan eins dag. Ég á að tapa stórfé, og stelpan
ætlar að gera ættinni slór-skömm! Guð hjálpi mér!«
Hann stakk höndunum í buxnavasana og gekk bugs-
andi um gólfið.
»Ég vil alls ekki, að pabbi fari að taka við Sörla