Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 54
48
Valdemar Erlendsson:
[IÐUNN
fyrir þetta verð. Ef ég mætti nokkuru ráða, þá vil
ég sleppa þessum Sörla-kaupum«.
»Nei, það vil ég alls ekki. Eg borga Sörla og ég
vil hafa Sörla«, gall Páll við.
Pað hýrnaði nokkuð yfir Guðmundi við það, sem
Einar sagði. Hann staðnæmdist beint frammi fyrir
Einari og sagði: »Nú jæja, sko. Það er þó eitthvert
mannsmót að þér, greyið. Þú vilt þó ekki félletta
mig eins og faðir þinn«.
»Nei«, sagði Einar. »Ég sækist ekki eftir fjármun-
um þínum. Ég elska Elínu og bið þig um þitt sam-
þykki til ráðahagsins. Annað erindi heíi ég ekki
við þig«.
»Já, sko. Ég geri hana arílausa. Hún fær ekki einn
einasta eyri af mínum eiguin, ef liún giftist þér«,
sagði Guðmundur og settist á kistu rétt hjá Einari.
»Pað er líka það, sem ég vil helzt«, sagði Einar.
Elín gekk til föður síns og settist á kistuna hjá
honum.
»Æ, farðu frá mér, armæðan þín«, sagði hann og
leit raunalega til hennar. Hún lagði hendina á vanga
honum og sagði:
»Elsku pabbi, vertu sáttur við okkur Einar, og
leyfðu okkur að giftast«.
Svo varð löng þögn í stofunni. Loks mælti Guð-
mundur: »Ef ég læt til leiðast, þá geri ég það ein-
göngu þín vegna, Elín, þó þú eigir það ekki skilið.
En skömm þykir mér að ráðahagnum. — Og Sörli
og Nesið. Nei, það getur ekki gengið«, sagði hann
við sjálfan sig.
Páll tók peninga-umslagið upp af gólfinu og lagði
það á borðið og sagði: »Jæja, Einsi minn. Er ekki
bezt að við förum að halda heim? Hérna læt ég pen-
ingana, Guðmundur, teldu þá. Hvar er Sörli?«
»Haltu kjafli, Páll. Öll þessi armæða mín stafar
frá þér«, sagði Guðmundur og stóð upp af kistunni.