Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 73
ItíUNN1
Myndun íslands og ævi.
67
Þess er áður getið að gabbró haíi fundist sem fast
berg í Eystra- og Vestra-Horni í Skaftafellssýslu, og
lausa steina af gabbró bera ýmsar ár fram undan
jöklunum á suðausturhorni landsins, svo likur eru
til, að það sé all-víða þar í fjöllum undir jöklunum.
Gabbróið er skylt granitinu. það er gömul bergteg-
und, sem erlendis er algengust í hinum eldri berg-
myndunum jarðsögunnar, en hittist þó í yngri jarð-
myndun alt fram á Tertiertímabilið. Þannig myndar
það innskotslög og ganga í blágrýtislögum á Bret-
landi, t. d. á Suðureyjum við Skotland eru þær
myndanir frá Oligocen- og Eocentímanum.
Þorvaldur Thoroddsen getur þess til, að gabbró-
ið í Hornunum sé innskotslög í blágrýtinu, eins og
á Suðureyjum og því yngra en sjálft blágrýtið í kring.
Sé svo, eru mestar líkur til, að það sé myndað á
Oligocen- eða Eocentímanum, eins og þar, og rekja
megi upphaf íslands til þeirra tíma.
Sveinn læknir Pálsson, sem fyrstur manna fann
gabbró bér á landi, hugði að forngrýti (granit) væri
undirstaðan að blágrýtismyndunum landsins. Það er
heldur ekki ómögulegt, að svo sé, líkt og á Græn-
landi, og að gabbróið í Hornunum hafi í fyrndinni
gnæft sem tindar upp af forngrýtisgrunninum, líkt
og Jötunfjöllin, hin hrikalegu gabbrófjöll í Noregi;
síðar hali svo blágrýtislögin lilaðist utan að gabbró-
*nu og blágrýtisgangar brotist í gegnum það. Sam-
kværnt þessari getgátu ætti gabbróið að vera að mun
e*dri myndun en blágrýtið, og gæti þá ef lil vill
°rðið til að færa upphaf íslands til eldri tínrabila
jarðsögunnar en áður er getið.
Annars eru þessar merkilegu gabbró-myndanir og
afstaða þeirra til blágrýtisins enn of lítið kannaðar
G1 þess, að vitað verði með vissu, hvenær eða hvernig
þær séu til orðnar.
5*
L