Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Síða 74
G8
Guðra. G. Bárðarson:
1 IÐUXN'
V. Ágrip af jarðsögu íslands.
1. þáttur. Myndunarskeið hins elzta blágrýtis.
Hér á ég við þann tíma, þegar blágrýtisgrunnur
landsins frá sjávarmáli upp að surtarbrandslögunum
myndaðist.
Vér erum mjög fáfróðir um þetta tímabil. Engar
dýra- eða jurtaleifar eru kunnar frá þeim tíma bér
á landi, er upplýsingar gefi um loftslagið; og engar
jarðmjmdanir, er fræði oss um afstöðu láðs og lagar.
Vér vitum það eitt, að eldgos hafa þá verið mjög
tíð, því þykk blágrýtislög hafa þá orðið til með
millilögum af ösku og gjalli. Nær þessi blágrýtis-
undirslaða surlarbrandslaganna víða inörg hundruð
metra upp frá sjávarmáli; þannig er hún víða vestan-
lands 2—300 m. þykk, en sumstaðar á Norður- og
Auslurlandi 6—700 m. í berglögum þessum eru
ýmsir kristallar og holufyllingar algengar, svo sem
silfurberg, stjarnstcinar og kvarz; en vel geta þeir
verið myndaðir miklu síðar í holurn og sprungum
berglaganna við sameinuð áhrif grunnvatns og jarð-
hita. Þá eru og víða fundin baulusteinslög (liparil)
í þessum lögum, en þau eru eigi ætíð mynduð sam-
tímis, heldur síðar af liparit-hrauni, er ollið hefir
upp um sprungur og þrengl sér inn á milli blágrýtis-
laganna og umturnað þeim á ýmsa vegu.
2. þáttur. Myndunarskeið surtarbrandsins.
Þá hafa til orðið víðáltumikil lög af leir- og
sandsteini, sem mjög víða koma fram sem millilög
í blágrýtinu. Innan uin þau eru jurtaleifar algengar,
bæði surtarbrandur eða mókolavera, steingerð blöð
og greinar. Surtarbrandurinn er algengastur, hefir
fundist á nærfelt 100 stöðum austan-, norðan- og
vestanlands, en steingerð blöð eða aðrar ákvarðan-
legar jurtaleifar að eins á 15 eða 1(5 slöðum (Stein-