Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 65
IBUNN]
Myndun íslands og ævi.
59
sunnanlands; eru þar víða lieil fjöll að miklu leyti
mynduð af bergtegund þessari. Það hittist og víða
annarstaðar á landinu, einkum sem millilög milli
basaltiaganna.
Lyfting lands eða lækkun sjávar hefir átt
verulegan þátt í aukningu íslands. En það er eigi
ætíð auðvelt að skera úr því, hvor þessara breytinga
það er, sem látið hefir til sín taka; afieiðingar þeirra
eru hinar sömu, afstöðubreyting milli láðs og lagar.
Vér þekkjum mörg dæmi þess, að landshlutar hafa
ýmist lækkað eða hækkað vegna áhrifa jarðelda og
annara byltiafla í jarðskorpunni. Það er og líka
sennilegt, að hæð sjávarins sjálfs hafi breyzt, yfir-
borð hafsins haíi ýmist lækkað eða hækkað. Lítil-
fjörleg breyling á slöðu lieimskautanna myndi t. d.
verða þess valdandi, að flóðlínan breyttist að mun
viða um heim. Hverjar svo sem frumorsakirnar
kunna að vera til slikra breytinga, þá er það víst,
að land vort liefir allmikið aukist vegna breytinga,
sem orðið hafa á afslöðu láðs og lagar. Þannig hafa
stærstu undirlendin t. d. á Suðurlandi, í Borgarfirði,
i Skagafirði og miklu víðar verið marbotnar við lok
jökultímans; en síðan hafa þau risið úr sæ og orðið
að gróðursælum lendum. Einnig hafa fundist forn
sjávarlög á Snæfellsnesi (t. d. í Búlandshöfða) og
'i'jörnesi 150—200 m. yfir sjávarmál. Sýnir það bezt,
hve mikil landaukning befir orðið á þessum svæð-
um við lyftingu lands eða lækkun sjávar. — Það er
skiljanlegt, að slíkar sjávarstöðubreytingar bafa ekki
ávall orðið til að auka við landið; oft hafa þær
gengið í öfuga ált og lagt undir sæ sneiðar af út-
Jöðrum hins forna lands.
Særinn hefir skolað mörgu á land; meiri hluti
þess hefir verið möl og sandur, er sjórinn áður hefir
brotið af landinu, en síðar skilað aftur. Auk þess
hefir hann borið margt að landi, sem beinlínis hefir