Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 160
154
Ritsjá.
[ iðunn
vantar. »Þeir koma meö tímanumw. »Nei, fari pað í log-
andi! Hér eru allir að verða jafnir — samlitir, eins og
bökin á spilunum. Hér ræður sá einn, er lýðurinn ber á
gullstóli. Og lýðurinn lyftir þeim oftast á gullstóla, sem
mest eru fiflin« (bls. 107). Síðar rökstyður Bessi þetla
enn betur, þar sem hann segir: »Þegar kjósendur eru of
margir, bera þeir fávísu liina ofurliða. Ónýtir kjósendur
skapa ónýtt þing. Ónýtt þing skapar ónýta stjórn, og ónýt
stjórn líður ónýt yfirvöld« (bls. 122). Þetta er orð og að
sönnu og í tíma talað! — Það sem Bessi gamli þráir er
andlegur aðall, mentað stórmenni, sem geti lyft
landinu og þjóðinni svo, að hún verði að ljósi í norðri
eins og hún var til forna. Og á deyjanda degi gefur hann
eigur sínar til þessa. En verst er, að fyrsti maðurinn, sem
er sendur utan til þessa, skuli vera eitt fíflið, — sjálfur
Alþýðublaðs-ritstjórinn! Á. H. B.
Sig. Ile.iðdal: Hræður I. Jón á Vatnsenda. Útg.: Fé-
lagið »Hlynur«, Rvk. 1918.
Þetta er lagleg sveitasaga, en hvergi nærri. neitt lista-
verk. Jafnvel nafnið, þótt það eigi sýnilega að vera heild-
arheiti á fleiri sögum, þar sem »Jón á Vatnsenda« er sú
fyrsta í röðinni, er lítt skiljanlegt. Því að Jón á Yatnsenda,
þessi frjálsthugsandi, ötuli og þó drenglyndi bóndi, er
engin »hræða«, þótt hann eigi i höggi við prestinn, síra
Einar, og samsveitungarnir liafi misjafnt álit á honum. Og
Elín, Hallgrímur og Jón ráðsmaður geta naumast orðið
að hræðum fyr en í sögulok, að prestur kemst að því
sanna um þau.
Þá er fyrsta kaflanum, samvistum Jóns á Vatnsenda við
spurningabörnin í hvamminum við Hólmsá, alveg ofaukið.
Hann á auðvitað að sýna valmensku Jóns og hreinlyndi,
en liann byrjar þar líka frásögu af stúlkubarni, sem heitir
Sigga, og maður hyggur, að hún eigi að verða aðalhetjan
i sögunni, en svo er hún ekki nefnd á nafn eftir það.
Þetta er stórgalli.
Þá er bruninn á Stóruvöllnm alveg óþarfur. Presturinn
er kominn að því sanna, og veit nú, hversu drenglyndur
og góður maður Jón er. Auk þess eru börn þeirra farin