Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 11
Skírnir
Danmörk eftir 9. apríl 1940
9'
láta úr höfn og var lagt, þangað til löndin, sem í hlut
áttu, lögðu hald á þau til eigin nota, þegar fór að þrengj-
ast um skipakost þeirra sjálfra.
f Bandaríkjunum var hernámi Danmerkur tekið á sama
hátt og tekið var hverju öðru hernámi eða herokun lands:
Því var neitað að viðurkenna hernámið og því lýst yfir,
að landið væri undirokað (under duress) og væri því ekki
frjálst gerða sinna. Af þessum ástæðum voru allar dansk-
ar eignir í Bandaríkjunum, þ. á. m. ríkiseignir, látnar
frjósa inni, þannig að þær mundu ekki notaðar nema með
heimild ameríska fjármálaráðuneytisins.
f hlutlausum löndum voru ekki gerðar neinar sérstakar
ráðstafanir vegna hernáms Danmerkur, en öll viðskipti, í
verzlun og á öðrum sviðum, hættu eða urðu eðlilega mjög
torvelduð við þau lönd, sem yfir höf þurfti heim að
sækja.
Staða sendiherranna er ávallt vandamál í sambandi við
hernám lands. Hvernig tóku sendiherrarnir og áttu að taka
hernáminu? Ég hygg, að segja megi almennt, að undir-
tektir þeirra hafi verið í samræmi við ástandið í því
landi, sem þeir dvöldu í, og farið eftir því, sem skyldan
bauð þeim að bezt væri til verndar dönskum hagsmunum.
Sendiherrar eiga ekki að fara eftir tilfinningum sínum,
heldur samkvæmt þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir, og þeir
verða að gæta þess, á hverju sem veltur, að leggja danska
hagsmuni ekki í hættu og forða því, að danskir ríkisborg-
arar standi uppi varnarlausir í þeim málum, sem undir
sendiráðin heyra.
Eftir þessum reglum fóru, að því er ég bezt veit, allir
danskir sendiherrar.
í Bandaríkjunum þurfti að taka tillit til þess, að í hin-
um fjölmenna hópi Vestur-Dana var mjög öflug andúð
gegn Þjóðverjum, auk þess sem taka þurfti tillit til þeirr-
ar föstu ákvörðunar Bandaríkjastjórnar, að viðurkenna
ekki verk þeirra ríkisstjórna, sem væru „under duress'h
Loks þurfti að taka tillit til Grænlands. Vegna alls þessa
gaf danski sendiherrann í Washington, Henrik Kauff-