Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 38
36
Pr. le Sage de Fontenay
Skírnir
hans og djarflega karlmennsku. Ég efast ekki um, að það
eru þessi einkenni í fari konungsins, sem gert hafa hann
að danskri þjóðhetju, ósveigjanleg sómatilfinning hans,
skyldurækni og formfesta.
Það er hann, sem án þess að hvika frá gefnum loforðum
heldur fast í sáttm. frá 9. apr. og heldur Þjóðverjum fast að
því formi samstarfsins, sem þeir kusu sjálfir í 13 greinum
þess sáttmála. Þess vegna var ekki unnt að fá Dani til þess
að undirskrifa andkommúnistasamninginn, nema með hót-
un um uppsögn sáttmálans frá 9. apríl. Ég skil þetta þann-
;ig, að konungur haldi mótstöðumönnunum svo fast við
skuldbindingar sínar, að þeir eigi ekki annars úrkosta, til
þess að fá málum sínum framgengt, en að gera sig bera
að samningsrofum og ofbeldishótunum.
Það er í almæli, að alvarlegar óeirðir hafi átt sér stað
í Kaupmannahöfn undir eins og tilkynnt var undirskrift
Scavenius undir andkommúnistasáttmálann. Þúsundum
saman streymdi mannfjöldinn með stúdenta í fararbroddi
til hallarinnar til þess að hylla konunginn. Lesið var upp
og afhent konungi svohljóðandi ávarp frá stúdentum:
„Yið, sem erum fulltrúar þeirrar æsku, sem á að bera
framtíð Danmerkur, lýsum hryggð okkar yfir því, að
danska ríkisstjórnin skuli hafa fallizt á andkommúnista-
sáttmálann.
Það er rétt, að Yðar Hátign viti það, að við viljum held-
ur búa við sömu kjör og Norðmenn, en þola það mótstöðu-
laust, að Danmörku sé beitt fyrir málstað, sem er í algeru
ósamræmi við vilja okkar til þess að lifa í óháðri, lýð-
frjálsri Danmörku.
Sú er von okkar, að það traust, sem svo víða er borið til
Yðar Hátignar, réttlætist einnig af því, að ótvírætt verði
vísað á bug öllum tilraunum til þess að rjúfa gefin heit
um það, að við höfum sjálfir rétt til þess að stýra innan-
landsmálum okkar.
Guð verndi Danmörku. Guð verndi konunginn.
Danskir stúdentar.“