Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 166
164
Frans G. Bengtsson
Skírnir
halda, að hestur og drengur væru að drepa hvor annan af
fullum fjandskap, en í rauninni er það ekki annað en
meinlaus áminning til hestsins um að hafa sig hægan, þeg-
ar farið er að kemba honum um kvið og nára. Þetta er
Miðgarður, mannheimur; maðurinn með frið sinn, um-
önnun og kraft að fást við veruleg viðfangsefni, skepnur
sínar og áhöld, jafngömul og sjálfur hann, og með þak
yfir höfði sér og veggi til verndar, dýrmætt herfang úr
kuldans greipum, og hann finnur allt af, að svo er það.
Að koma inn í þessa vin vetrarmorgunsins, er ólíkt því
að koma inn í veizlusal, hitaðan hefðarbíl, vinalegt svefn-
herbergi eða eitthvað annað hlýtt og þægilegt, sem til
verður nefnt; því að allt slíkt er í samanburði við það ofur
hversdagslegt og er skynjað með kæruleysi og sljóleik, eins
og hvað annað vanabundið, líflaust, bragðlaust og vél-
rænt, sem ekkert gildi hefir; það er miklu fremur (ef
nokkru af dreymninni er sleppt) þvílíkt sem að koma inn í
eins konar gamlan, heimagerðan Peri Bonus skemmtigarð,
fjall Tannháusers eða Æskulandið, eitthvað fullkomið og
kröftugt, munaður og unaður.
Því að fyrir utan ríkir hinn heimurinn, og þrjú skref
frá dyrunum er hann orðinn einvaldur. Sallasnjór í and-
litið, kuldi, stormur og myrkur; ómur af því, er járnaður
hófur sparkar í bálk, fyrsta korrandi hanagal innan úr
hænsnahúsi; uppljómaðir fjósgluggar, skuggalínur hús-
lengju; einhver kemur með slokknað ljósker; svo er ekk-
ert nema andardráttur víðavangsins, hátign kæruleysis-
ins og hinn eyðilegi óendanleikatónn frá gömlum furum.
Þetta er hinn heimurinn, hinn eldri og stærri, sjálfum sér
líkur frá þeim tímum, er mennirnir voru sannir íbúar hans
og nötruðu, er hann svipti þeirra loðnu leppum; vissulega
orðinn það mildari nú, að einfarinn verður ekki lengur
kjörinn dagverður úlfahóps eða ráfandi flokks soltinna
kynfrænda sinna. Illskan og örlögin búa frá alda öðli í
þessum heimi, sem er Niflheimur, upphaf alls, og Fimbul-
vetur, endalok alls; þar á ógnin og ógæfan heima í ákveð-
inni mynd eða ópersónuleg, og meginviðleitni mannanna