Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 78
76
P. A. Blakeslee
Skírnir
Það verður eflaust játað, að mikill munur sé á dómum
manna um það, sem þeir skynja af þeim heimi, sem þeir
lifa í, og bæði ættgengi og umhverfi eigi mismikinn þátt
í þessum mun. Á það við um dóma manna í andlegum efn-
um? Eg held, að þar kveði jafnvel meira að því. Eg skal
nefna fá, einföld dæmi.
Að loknum fundi, sem haldinn var í Lancaster, Penn-
sylvania, voru áheyrendur beðnir að velja beztu fyrirsögn-
ina af fimm, sem stungið hafði verið upp á að gefa erind-
inu, sem þeir höfðu verið að hlusta á.1) Nú kynnu menn að
ætla, að áheyrendurnir hefðu verið allmjög á sama máli
um það, hver fyrirsögnin væri bezt, með því að þeir höfðu
allir heyrt sama erindið. En það varð nú samt ekki. Að
vísu fengu tvær fyrirsagnirnar fleiri atkvæði en hinar, en
allar fimm fengu þó álitlegan hóp áhangenda. Yér getum
því enn verið sæmilega vissir um það, að bæði ættgengi
og umhverfi hefir haft áhrif á dómana um það, hver fyrir-
sögnin væri bezt.
Hæstarétt Bandaríkjanna skipa ágætir menn. Um heið-
arleik þeirra er ekki efast og þeir eru jafnvel lausir við
ómeðvita þvingun stjórnmálalegra hagsmuna. Ef vér ætt-
um nokkurstaðar að búast við einróma samþykki, mundi
það vera þarna. En hæstiréttur hefir frá því saga hans
hófst kveðið upp marga úrskurði með ósamhljóða atkvæð-
um og í mörgum tilfellum, og sumum þeirra mjög mikil-
vægum, með aðeins eins atkvæðis meirihluta. Síðan skip-
an hæstaréttar breyttist mjög, snemma á dögum Nýju
stefnunnar, mætti ætla, að skoðanamunar gætti nú minna.
En svo virðist ekki vera, ef dæma skal eftir nýjum fregn-
um um fyrstu tvo úrskurðardagana á þessu misseri. Á
hálfum mánuði voru gefnir út þrír úrskurðir með 5 at-
kvæðum gegn 4 og tveir með 6 atkvæðum gegn 3. Enginn
dómaranna hafði á þessum tíma látið hjá líða að greiða
að minnsta kosti eitt mótatkvæði, og allir nema tveir
1) Hér er sleppt töflu, er sýnir atkvæðagreiðslu áheyrendanna
um þessar fimm íyrirsagnir. G. F.