Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 180
178
Geir Gígja
Skírnir
skordýrategundir. En hinar ýmsu tegundir hafa hina
ólíklegustu útbreiðslu. Sum skordýr finnast svo að segja
um allt land, og eru það einkum þau harðgerðustu, en
önnur eru á meira og minna takmörkuðum svæðum, svo
sem í einum landshluta eða einu héraði. Skordýrin velja
sér hina ólíkustu dvalarstaði (sbr. gróðurlendi, þegar
um jurtir er að ræða), og skulu þess nefnd nokkur dæmi.
7 stöðuvötnum eru vorflugulirfur, brunnklukkur og lirfur
þeirra, skortítur og lirfur þeirra, rykmýslirfur og aðrar
tvívængjalirfur. 1 straumvatni eru bitmýslirfur, aðrar
flugulirfur, brunnklukkur og lirfur þeirra. 7 jarðveginum,
t. d. undir steinum og víðar, eru margs konar skordýr, svo
sem bjöllur af ýmsum tegundum, stökkmor og ýmsar lirf-
ur. Við hveri og laugar er sums staðar allf jölbreytt skor-
dýralíf. Þar eru meðal annars hveraflugur og lirfur þeirra,
sem ekki finnast annars staðar. I Kerlingafjöllum við
Hofsjökul, 800—900 m. y. h., og á mörgum öðrum stöðum
á landinu eru skordýrategundir, sem ekki gætu lifað á
þeim slóðum, sem þær eru, ef þær nytu ekki jarðhitans.
Á jurtum eru flugur, fiðrildi, kögurvængjur, stökkmor,
æðvængjur, skortítur, bjöllur og ýmsar lirfur. Á dýrum
(eða sækja á menn og dýr) eru veggjalýs, bitmý, ýmsar
lúsategundir og flær. 7 mannahíbýlum eru auk þeirra
dýra, sem sækja á menn og dýr og að ofan er greint, ýms-
ar bjöllutegundir, t. d. í matvælum og viði, húsaflugur,
kakalakar, klaufhalar, mölfiðrildi og gestafiðrildi.
Þó skordýrin séu smá, er mergð þeirra svo mikil, að
þau eru geysi-mikilvæg í búskap náttúrunnar. Skordýrin
eru bæði gagnleg og skaðleg fyrir manninn. Margir virð-
ast þó fremur sjá það tjón, er þau valda manninum, en
það gagn, sem þau gera honum. Um nytsemi skordýranna
hér á landi skal drepið á þrjú atriði. í fyrsta lagi annast
þau frævun á meira en helmingi íslenzkra blómjurta, og
þar á meðal eru ýmsar nytjajurtir, svo sem smári og önn-
ur ertublóm, sem sérstaklega eru gerð fyrir skordýrafræv-
un og ekki geta myndað fræ án hjálpar skordýranna. í
öðru lagi vinna margar skordýrategundir ósleitilega að