Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 59
Skírnir
Brezka þjóðasamfélagið
57
varð landið leikvöllur fyrir athafnir ævintýramanna. Inn-
flytjendur þyrptust inn í landið, þar á meðal Bretar. Deil-
ur þær, er nú risu milli Búa og námueigendanna, leiddu til
hins langvinna Búastríðs 1899—1902, sem eins og kunnugt
er endaði á þann veg, að Búa-ríkin gáfust upp og voru lögð
undir Bretaveldi. En jafnskjótt og friður komst á var
tekið að vinna af kappi að samhug og samvinnu hinna
brezku og hollenzk-afríkönsku þjóðerna, og Bretar gáfu
þegar 1902 Búaríkjunum loforð um sjálfstjórn undir
brezkum fána og jafnrétti tungnanna. Þessi loforð voru
efnd 1906, enda beitti þáverandi forsætisráðherra Breta,
Sir Henry Campbell-Bannerman, sér ötullega fyrir þess-
ari lausn, sem sætti öflugri mótspyrnu af hálfu annarra
mikilsháttar manna. En jafnframt þessu lögðu leiðtogar
Suður-Afríku, sérstaklega Louis Botha á hlið Búa, kapp
á, að allar nýlendurnar fjórar, Höfða- Natal- Transvaal-
og Orange-nýlendur, gerðu samband sín í milli, þar eð
þær höfðu margra sameiginlegra hagsmuna að gæta og
urðu að starfa sem ein heild í flestum mikilvægum málum.
Ráðstefna var haldin um málið í Pretoria, og þing ný-
lendnanna samþykkti frumvarp til sambandslaga. Þetta
frumvarp var síðan lagt fyrir brezka þingið, sem sam-
þykkti það 1909 sem lög fyrir Suður-Afríku sambandið,
sem hagað er á líka lund og í Kanada. Suður-Afríka var
með þessu komin í tölu samveldislanda undir brezku krún-
unni. Ibúatala Suður-Afríku er um 9 miljón, þar af
rúmar 2 miljónir hvítra manna.
Þess má geta, að Ástralía, Nýja-Sjáland og Suður-
Afríka eru nú einnig orðin, hvort um sig, sjálfstæð ný-
lenduveldi alveg hliðstæð í því efni sjálfu Stóra-Bretlandi.
Eire. Hér verður ekki sögð saga sambúðar írlands og
Englands, en 1921 komst á samningur milli brezku stjórn-
arinnar og 26 sýslna írlands, undir nafninu írska fríríkið,
um að það fengi sömu stöðu og samveldisland. Þessi skip-
an hélzt til ársins 1937. Þá gerði fríríkið á grundvelli
Westminster-laganna, er síðar verður getið, róttækar
breytingar á sjórnskipunarlögum sínum, þar á meðal þá,