Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 231
Skýrslur og reikningar
Bókmenntafélagsins árið 1941
Bókaútgáfa.
Árið 1941 gaf félagið út þessi rit, og fengu þau þeir félagsmenn,
sem greiddu lögákveðið árstillag til félagsins, 10 krónur:
Skírnir, 115 árgangur............................ kr. 12,00
Annálar 1400—1800, IV. 2.........................— 6,00
Gerðir Landnámabókar, eftir Jón Jóhanness. dr. phil. —- 12,00
Samtals......kr. 30,00
Enn fremur var gefið út:
Bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar, 5. hefti; var það sent
áskriföndum Fornbréfasafnsins, þeim, er til náðist. — Sbr. enn
fremur bókaskrá félagsins.
ASalfundur 1942.
Árið 1942, miðvikudaginn 17. júní, kl. 9 að kveldi var haldinn
aðalfundur Bókmenntafélagsins á lestrarsal Landsbókasafnsins. For-
seti félagsins setti fundinn og stakk upp á herra skjalaverði Benedikt
Sveinssyni sem fundarstjóra, og var hann kosinn með lófataki.
1. Því næst skýrði forseti frá því, hverjir andazt hefðu af félags-
mönnum síðan síðasti aðalfundur var haldinn, en þeir eru þessir:
Guðm. T. Hallgrímsson, læknir, Reykjavík.
Halldór Jónsson, óðalsbóndi, Rauðamýri.
Hjörtur Björnsson, myndskeri, Reykjavík.
Ingibjörg H. Bjarnason, forstöðukona kvennaskólans í Reykjavik.
Jón Helgason, dr. theol., biskup, Rvík, heiðursfél. Bókmenntafél.
Jón Stefánsson, kennari, Djúpavogi.
Loftur Baldvinsson, Böggvisstöðum.
Ludvig E. Kaaber, bankastjóri, Reykjavík.
Magnús Júlíusson Magnús, yfirlæknir, Reykjavík.
Martin Meulenberg, biskup, Reykjavík.
Sigurður Oddsson, leiðsögumaður, Reykjavík.
Sigurgeir Friðriksson, bókavörður, Reykjavík.
Símon Jónsson, kaupmaður, Reykjavík.
Þórður Edilonsson, héraðslæknir, Hafnarfirði.