Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 179
Skírnir
Skaðsemi skordýranna
177
izt hingað með rekaviði, önnur með fuglum. Margar skor-
dýrategundir hafa borizt hingað með landnámsmönnum, í
farangri þeirra og með skepnum, er þeir fluttu hingað. 0g
allt fram á þennan dag hafa skordýrin verið að nema land
vort. Á síðari árum hafa fundizt hér ýmsar nýjar tegund-
ir, sem ætla má að séu nú að nema landið, og mun ég geta
nánar um sumar þeirra síðar í þessari ritgerð.
Hin kalda og hráslagalega veðrátta á einnig sinn þátt í
fæð dýranna, eins og að ofan greinir. Hún veldur því, að
hér er aðeins lágvaxinn gróður og víða kyrkingslegur.
Hér eru engir skógar nema lágvaxnir birkiskógar á nokkr-
um stöðum með löngu millibili. En skógarnir veita smádýr-
unum bezta skjólið. Bolir trjánna og blaðkrónur eru ómiss-
andi staðir fyrir mörg skordýr vegna uppeldis afkvæm-
anna. Dagfiðrildi eru hér ekki að staðaldri, sennilega
meðal annars vegna þess, hve fátt er um fylgsni fyrir þau.
Þau berast þó hingað stundum á sumrin með suðlægum
vindum og á eigin vængjum. Þannig hafa þistilfiðrildi
oft borizt hingað, enda eru þau mikið fyrir flakk og fara
oft í langar ferðir og stundum yfir allbreið höf. Hingað
berast og aðmírálsfiðrildi, páfiðrildi og netlufiðrildi, en
sjaldnar. Þessi dagfiðrildi eru hér þó aðeins gestir, sem
lifa hér skamma stund um hásumarið og fram á haustið.
Þótt skordýralíf íslands sé fátæklegt, þegar það er borið
saman við nágrannalönd okkar, er sunnar liggja, þá er
skordýraflokkurinn langstærsti dýraflokkur landsins. Má
til samanburðar geta þess, að samkvæmt því, sem dr.
Bjarni Sæmundsson segir í bókum sínum, Islenzk dýr
I.—III. (1926—1936), eru hér 130 fiskategundir, 46 spen-
dýrategundir og 155 fuglategundir,1) eða samtals 331
hryggdýr.
Skordýrin eru útbreidd um landið, frá því í fjörunni við
sjóinn og upp á háa fjallatinda og jökulfell, eða m. ö. o.
frá sjávarmáli og upp í 1000—1500 m. hæð, og vart hefur
orðið við flugur langt inni á jöklum. Nær alls staðar á land-
inu, þar sem snjólaust er á sumrin, má finna einhverjar
1) Nokkrar nýjar teg. hafa bætzt við á síðustu árum.
12