Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 22
20
Fr. le Sage de Fontenay
Skírnir
ur ekki breytt, nema með samkomulagi konungs, þeirrar
stjórnar sem með völdin fer, og hinna þjóðhollu þing-
flokka.1)
Þá hefur einnig verið haldið fast á þeirri grund-
vallarreglu, að danskt réttarfar sé í dönskum höndum. Það
var svo í kommúnistaóeirðunum í sumar. En verndarríkið
hefur notað æ fleiri tilefni til þess að heimta róttækari
ráðstafanir gegn skemmdarverkum eða til hagsbóta fyrir
erlenda hermenn. Á fjórða grundvallaratriðið hefur reynt
mjög á síðastliðnu ári. En það er, að danskt vinnuafl og
danska hermenn megi ríkið sjálft ekki flytja úr landi,
þótt leyfilegt sé að safna sjálfboðaliðum í Danmörku til
vinnu eða herþjónustu.
Þessar grundvallarreglur hafa hingað til verið virtar
af hinum sterkari samningsaðila, segir sænska heimildin.
En þess skyldu menn vel gæta, að það er sitt hvað að virða
regluna og að viðurkenna hana og það, hvað um þessa
reglu verður, getur oltið á því frá degi til dags, hvernig
afstaðan er milli þeirra ráðamanna, sem togast á um völd-
in hjá hvorum samningsaðilanum um sig. Meðal danskra
ráðamanna eru þeir til, sem álíta, að þessar grundvallar-
reglur séu nú þegar orðnar svo teygðar og togaðar af sí-
felldu afsláttarsamkomulagi í framkvæmdinni, að sá tími
geti komið hvenær sem er, að Danmörk verði að velja um
opinberan árekstur eða uppgjöf.
Á hinu leitinu er svo annar flokkur — verkfræðinga-
hópurinn, sem vill fórna lýðræðinu til þess að fá sjálf-
stæðið trygt af „beztu mönnum ríkisins“. Svo er slangur
af mönnum, sem fer ennþá lengra og þykist hafa reiknað
það út, að Danmörk eigi enga framtíð fyrir sér, nema í
mjög nánu sambandi við sinn volduga nágranna. Það er
launungarlaust, að talið er að Erik Scavenius utanríkis-
ráðherra sé talinn til þessa síðastnefnda hóps. Það er
mjög útbreidd skoðun almennings, að það, sem áorkað
1) Þetta hefur líka haldizt eftir lát Staunings forsætisráðherra,
sem fylgt var til grafar af konungi og syrgjandi þjóð. Eftirmaður
hans í forsætisráðherrasæti er flokksbi'óðir hans, Vilhelm Buhl.