Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 106
104
Þorkell Jóhannesson
Skírnir
urnar og viðhorf þeirra við úrslitaatburðum í frásögn-
inni. Þannig minnist sögumaður ekki á æskusögu Gunn-
ars eða Njáls, eða sögur af frændum þeirra og forfeðrum,
og stingur þetta mjög í stúf við aðrar Islendingasögur, er
slíkt gera undantekningarlaust, ef nokkur kostur er. En
samkvæmt áformi Njáls sögu var enginn staður fyrir slík-
ar frásögur. Þær áttu ekki nógu mikið skylt við þá röð
orsaka- og afleiðinga-tengdra atburða, sem sagan er um
gerð, svo sjálfsagðar sem þær voru í sögu af Gunnari eða
Njáli. Þetta form frásagnar, sem hér er fylgt, er einmitt
form það, sem nú er heimtað af hverri góðri skáldsögu.
Þess vegna hefi eg leyft mér að kalla Njáls sögu róman,
en þar með er þó ekki lagður dómur á sannsögulegt gildi
hennar, er eg ætla reyndar, að sé í minna lagi, a. m. k. í
hinum smærri atriðum, og vandmetið það, sem er.
V.
Gaumgæfinn lesandi verður margs vís, sem öðrum
mönnum verður jafnan hulið. Því meiri athygli sem beitt
er við lestur góðrar bókar, því fullkomnari not hefir mað-
ur af því, sem hún geymir af list, lífsreynslu, fegurð og
mannviti. Mikils er vert um fullkomið og snjallt form. Það
gleður hjarta manns, á borð við það, er maður hefir í
höndum smíðisgrip lista-vel gerðan og virðir fyrir sér,
hversu hann er saman settur eða lagaður, hver einstakur
hluti hans hnitmiðaður við annan og heildina alla. Gallar,
sem á eru, segja líka til sín, misræmið, flýtismerkin, og
má glögglega sjá, hvar þau eru og hverju þau orka. En
fátt er fullkomið, ef vel er að gáð. — Þetta, að sjá og
skilja galla á verki, er engan veginn lítils vert. Á þeirri
stundu auðnast manni að bera það feti framar til full-
komnunar en höfundinum auðnaðist sjálfum. Ef til vill
var þetta eini gallinn og verkið fullkomnað af lesandan-
um! En gallar eru oftast margir á verkum mannanna og
geta víða leynzt, og satt að segja er það sjaldan ómaksins
vert að lesa bók með þeim huga að leita gallanna. Gaum-
gæfinn lesandi veit þetta vel og þess vegna er hann miklu