Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 223
Skírnir
Ritfrégnir
221
fremri sáldbeinshol, sáldbeinsbóla, sáldbeinssýgill, mánagap, nef-
kirtlar, þefkirtlar. —■ Nálega öll þessi orð eru styttri en alþjóða-
orðin.
Liklega á nú engin þjóð á sínu máli svo samfellt og auðskilið
kerfi líffæraheita sem vér. Fyrir það má þakka Guðm. Hannessyni,
og verk hans ætti að verða hvatning til að ná sama marki í öðrum
vísindagreinum. G. F.
Heilbrigt líf. Ritstjóri dr. Gunnlaugur Claessen. II. árg. Fyrra
hefti. Útgefandi: Rauði Kross íslands. Reykjavík 1942.
Tímarit þetta hóf göngu sína í fyrra, og fór þegar myndarlega
af stað. Er því ætlað að bæta úr þeirri vöntun á alþýðlegu tímariti
um heilbrigðismál, er hér hefir verið lengst af. Hafa áður verið
gefin út aðeins 3 timarit hér á landi, er hafa haft það markmið að
fræða alþýðu um heilbrigðismál: Heilbrigðistíðindi 1871—73 og
1879—80 og Sæmundur fróði 1874, bæði gefin út af Jóni Hjaltalin
landlækni, og Eir 1899—1900, er þáverandi kennarar við lækna-
skólann í Reykjavik, dr. J. Jónassen, Guðm. Magnússon og Guðm.
Björnsson, gáfu út. Svo sem sjá má, hafa öll þessi rit orðið skamm-
líf. Mun þar miklu hafa um valdið læknafæðin, sem þá var, þeir fáu
læknar, sem urðu að rita þau að öllu leyti, ekki treyst sér til að
leggja á sig þá vinnu, er þurfti til að halda þeim út, er til lengdar
lét, i viðbót við aðkallandi störf, er á þeim hvíldu. Nú ætti síður að
vera hætta á þessu, er læknar eru orðnir svo margir hér í höfuð-
staðnum, að ekki ætti allt starfið við að rita í tímaritið að þurfa að
hvíla á ritstjóranum einum, enda hafa margir fleiri læknar lagt
þar orð í belg, það sem af er. Ekki ætti heldui' að þurfa að gera
ráð fyrir, að á almenningi stæði að kaupa og lesa ritið. Nafn rit-
stjórans, dr. Gunnlaugs Claessens, sem um langa hríð undanfarið
hefir verið framarlega í flokki þeirra lækna, sem gert hafa sér far
um að auka þekkingu almennings á heilbrigðismálum, má vera
mönnum nægileg trygging fyrir því, að heilbrigðismálafræðsla tíma-
ritsins sé og verði notadrjúg, og að hún verði áreiðanleg, eftir því
sem bezt er vitað á hverjum tima. En á því hefir stundum verið
misbrestur í ýmsu því, sem hinir og þessir, sumir meira og minna
ófróðir kreddupokar, hafa ritað í blöð og tímarit um heilbrigðismál.
Er slikt eðlilegt, þegar ritstjórarnir eru leikmenn í þessum efnum
og því ekki ætíð færir um að velja það eitt úr þeim ritgerðum um
heilbrigðismál, er þeim berast, sem fengur er í, en hafna hinu,
sem að meira eða minna leyti leiðir á villigötur.
Tímaritið kemur út tvisvar á ári, allstórt hefti í hvert sinn. Síð-
ara hefti yfirstandandi árgangs er ókomið enn, en fyrra heftið
kom út í vor og flytur fjölbreytt efni og mikinn nytsaman fróðleik.
Þar ritar próf. Guðm. Thoroddsen um Fæðingadeild háskólans og