Skírnir - 01.01.1942, Síða 28
26
Fr. le Sage de Fontenay
Skírnir
afurðir og nokkrar iðnaðarvörur voru greiddar háu verði
og mörgum bændum þótti þetta góð gullöld. Það kom
hinsvegar brátt í ljós, að fjárstraumurinn í iðnaði og
búnaði var landsins eigin fjárhirzla, úr þjóðbankanum.
Fjármálasamningurinn við Þýzkaland var um það, að allt,
sem hernámsliðið keypti í Danmörku, skyldi greitt með
ávísunum, sem þjóðbankinn gæfi fyrir danska seðla. Upp-
hæðin var svo færð þjóðbankanum til tekna í Berlín. Þessi
upphæð, kostnaðurinn við hernámið, var bókfærð í þjóð-
bankanum í dálkum ýmsra skuldunauta og nam um ára-
mótin rúmlega einum miljarði (ca. 1.050 miljónum).
Danskar iðnaðar- og búnaðarafurðir eru líka fluttar til
Þýzkalands með lánskjörum. Danski þjóðbankinn borgar
í peningum, þannig að greiðslurnar til búnaðarins eru
gegn ríkisábyrgð. Upphæðin, sem þjóðbankinn hefur greitt
á þennan hátt, nam um síðustu áramót um 850 miljónum
króna, og er upphæðin færð til reikningsskipta (clearing)
hjá þjóðbankanum. Alls hefur Danmörk því fram að þessu
veitt Þýzkalandi stuðning, sem nemur um tveimur
milljörðum danskra króna. Upphæðin er færð okkur til
tekna í Sankti-Pétursbók í himnaríki nýskipulagsins.
Uthverfan á þessu glæsilega ytra borði búnaðarins er
svo sú, að skorturinn á innflutningi fóður- og áburðar-
efna hefur valdið því, að búpeningseignin hefur minnkað
um þriðjung eða helming og afrakstur jarðarinnar þorrið
mjög. Það merkir með öðrum orðum, að öll framleiðslu-
geta landbúnaðarins gengur ákaflega úr sér.
Þó að tilfinnanlegur skortur sé í Danmörku á ýmsum
varningi, þar á meðal mörgum daglegum lífsnauðsynjum,
einkum þeim, sem sækja þarf handan um höf, þá er það í
sjálfu sér ekki bein sök hernámsins. Slíkur skortur gerði
einnig vart við sig í síðustu heimsstyrjöld. Kaffi, te og
tóbak er næstum því ófáanlegt, margar nauðsynjavörur
eru skammtaðar, benzín af mjög skornum skammti, og
kolaskortur tilfinnanlegur. Ur honum er að vísu bætt
nokkuð með mjög aukinni móvinnslu og gegndarlausu