Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 226
‘224
Ritfregnir
Skírnir
unni, breytist ekki til batnaðar eftir dauðann. í öðrum þætti á hann
illan orðastað við seka meðbræður sína, sem eru á leiðinni norður
og' niður í hin yztu myrkur. Þá gerir hann gys að dýrðinni, þegar
ofar dregur, sbr. „Helvíti mega þeir vera handfljótir". En þó tekur
út yfir, þeg'ar hann brigzlar postulunum, sem standa vörð við
Hliðið. Og ofan á þetta bætist, að Óvinurinn æsist við hvern
óskunda, sem Jón fremur með illum munnsöfnuði. Annars er Kerl-
ingin ekki hrædd við Óvininn sjálfan. Hún veit, að hann hopar á
hæli, ef ærlega er á móti honum staðið. Meira að segja gefur hún
honum með sér vitundina um það, hverjum brögðum hún muni
beita, ef í harðbakkann slær. Þetta er í samræmi við þjóðtrú vora,
að Kölski verði jafnan undii' í viðskiptum við manninn, sem er
brögðóttari en sá gamli. Það, sem Kerlingin óttast, er úrskurður
Péturs, því að hann byggist á köldum staðreyndum. Þess vegna
knýr hún enn á dyrnar og áfrýjar máli sínu til Maríu Guðsmóður,
sem lítur á hjartalagið fremur en bókstafinn. Skal ég leyfa mér að
tilgreina hér samtal hennar og Kerlingarinnar, því að með því er
grundvöllurinn lagður undir sáluhjálp Jóns:
Kerlingin: „Heilaga himnadrottningin. Miskunnsemdanna móðii'".
Maria mey: „Ég heyrði andvörp þín“.
Kerlingin: ,,Þú hefir grátið við krossinn. Miskunna þú mér“.
María mey: „Þeim, sem elska heitast, verður allt til góðs“.
Kerlingin: „Ég vildi fórna sálarheill minni hans vegna . . . Viltu
tala við þinn blessaða son, hinn krossfesta, og biðja hann ásjár?“
María mey: „Ég skal tala við son minn. Guð blessi ást þína og
umhyggju og gefi þér frið“.
I þessum orðum hennar liggur von eða jafnvel vissa um bæn-
heyrslu, þó að Kerlingin bíði ekki eftir málalokum. Pétur kemur
hér enn til skjalanna og fullvissar hana um, að sínum dómi, um út-
skúfun Jóns, verði ekki breytt. Þá fær Kerlingin hann til að opna
Hliðið lítið eitt, svo að hún geti séð inn í dýrðina. Hún veit, að eng-
um er útskúfað, sem þangað kemst inn, hvað sem hann gerir og
hvernig sem hann er, enda kveður við fagnaðaróp um leið og hún
hendir inn skjóðunni.
Hér fylgir höfundur þjóðsögunni, þó að það sé aukaatriði í skáld-
verkinu. Hitt er aðalatriðið, að þetta úrræði Kerlingarinnar er í
mesta máta mannlegt og einkum þó kvenlegt, sprottið af sömu rót
og móðurtilfinningin. Ásetningur Kerlingarinnar, að bjarga Jóni,
verðui' því fastari og ástríðufyllri, sem fleiri hindranir koma í veg
hennar. Hún gleymir sjálfri sér og öllu nema takmarkinu. Saga
hennar minnir á hendingar í Hátíðaljóðum Daviðs:
I þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga.
Mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk.