Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 33
Skírnir
Danmörk eftir 9. apríl 1940
31
stjórnaði honum Kristján konungur, og virtist mönnum
þar ekki annars kostur en að beygja sig fyrir ofureflinu.
og ganga að kröfum Þjóðverja.
Öllum var það ljóst, að andkommúnistasáttmálinn var
nauðungarsamningur af Dana hendi. Áhrifin úti um heim-
inn, einkum hjá bandamönnum, gátu ekki orðið önnur en
þau, að vekja nokkra tortryggni í garð dönsku stjórnar-
innar og stefnu hennar.
Danir erlendis og einkum „Frjálsir Danir“ risu mjög
eindregið, í ræðu og riti, gegn þessari örlagaþrungnu ráð-
stöfun. Danski sendiherrann í London, Reventlow greifi,.
lýsti því yfir, að samþykkt þessa sáttmála mundi hafa
mjög alvarleg áhrif á framtíðarvináttu Breta og Dana-
Hann taldi sig því neyddan til þess, að lýsa sig ósamþykk-
an þessari stjórnarráðstöfun og lýsti því jafnframt yfir,.
að hann sæi sér ekki fært að taka lengur við fyrirskipun-
um frá stjórninni í Kaupmannahöfn. En hann taldi það
skyldu sína, að vinna áfram að því, sem hann hafði upp-
haflega verið sendur til London til að vinna, sem sé að
góðu og vinsamlegu samkomulagi Breta og Dana. Allt.
starfslið sendiráðsins fetaði í fótspor hans: aðalræðismað-
ur, sendiráðsritarar og fulltrúar, blaða- og búnaðarfull-
trúar. Aðalræðismaðurinn í Montreal tók í sama streng-
Nokkuru seinna, þegar Suður-Ameríkuríkin fóru að slíta
stjórnmálasambandi við Þýzkaland, bættust þeir einnig í
þennan hóp, Fin Lund, sendiherra í Buenos Aires, og'
Karl Christian Jörgensen, chargé d’affaires í Mexico, og
slitu sambandinu við Kaupmannahöfn.1)
Eins og við mátti búast, hefir ein afleiðing undirskrift-
arinnar undir andkommúnistasáttmálann verið sú, að Dan-
ir hafa þurft að taka afstöðu til „Gyðingamálsins", því að
danskir nazistar hafa róið að því öllum árum að sett yrðu
1) Fin Lund var vikið úr sæti eftir samkomulagl dönsku og argen-
tínsku stjórnanna, og viðskiptafulltrúi Dana i Buenos Aires tók við
stjórn sendisveitarinnar. En Fin Lund er áfram sendiherra Dana,
viðurkenndur af stjórnum Uruguay og Chile.