Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 157
Skírnir
Athugasemdir
155
ert líklegra en að Ari fróði hermi það rétt, að svo hafi
komið, að heiðnir menn og kristnir hafi sagzt úr lögum
hvorir við aðra og haft í hyggju að stofna sitt ríki hvorir
fyrir sig. Þess er enn að gæta í þessu sambandi, að eigi
var mjög langt um liðið síðan feður þeirra höfðu flúið
ættland sitt, undan ofríki Haralds hárfagra, og byggðu
heldur þessa eyðiey, en fá ekki að ráða sér sjálfir. Var því
að vonum, að niðjarnir vildu ráða trú sinni, ef þess var
nokkur kostur.
En hvað kom þá til að hægt var að bera vatn í eldinn
og setja niður deilurnar á einum degi?
Ég tel hafið yfir allan efa, að þar hafi afstaðan til Ólafs
Tryggvasonar öllu um ráðið.
Ari virðist telja þetta augljóst og sjálfgefið. Hann segir
i upphafi kristnitökusögunnar árið 1000, að þeir Gissur
og Hjalti hafi bjargað íslendingum í Noregi undan of-
sóknum Ólafs konungs með því að heita honum því, að þeir
skyldu koma kristni á í landinu. Það er og Ijóst, að í ræð-
um sínum á Alþingi hafa þeir Gissur flutt þær fregnir
með sannindum, að Ólafur konungur myndi ekki eira fyrr
en landsmenn gerðu vilja hans í þessu efni. Væri ekki ann-
að sýnna en af því hlytist algert frelsistjón, ef erindi
þeirra væri neitað.
Við þekkjum þess dæmi forn og ný, hverju slík tafl-
staða hefir til vegar komið.
Siðabótin á Norðurlandi, Kópavogsfundurinn, Spánar-
samningurinn og herverndin nú eru slík dæmi.
Þannig gugnuðu heiðnir menn fyrir ofureflinu árið
1000.
Þá er að líta á hlut Þorgeirs Ljósvetningagoða í sætt-
inni árið 1000. Einar Arnórsson gerir hann harla lítinn
og að líkindum minni en rétt er.
Það er ekki bein ástæða til að efa, að Ari skýri rétt frá
aðalatriðunum í ræðu Þorgeirs. Höfum það því fyrir satt,
að í fyrstu hafi verið að ræða um bein friðslit milli heið-
inna manna og kristinna. Síðan hafi flestir séð við örlitla
athugun, að slíkt mátti ekki verða, bæði sakir erfiðleika