Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 207
Ritfregnir
Vilhjalmur Stefansson: Ultima Thule. Further Mysteries of the
Arctic. Illustrated by Alexander Popini. New York 1940.
Fyi-sti kafli þessarar skemmtilegu bókar er um það, hvort Pýþeas
kom til fslands, annar um það, hvort Columbus kom þangað, og
þriðji og síðasti kaflinn er um loftslag í heimskautalöndum, og
snertir hann oss minnst. Það eru því 2 fyrri kaflarnir, sem ég ætla
að minnast á hér. Um þessi efni hefir fjölmargt verið ritað og skoð-
anir skiptar. Vilhjálmur hefir þá aðferð að láta lesandann fá sem
gleggst yfirlit yfir allar þær skoðanir, er fram hafa komið í mál-
inu, leiða vitnin til skiptis, með og móti, en skýra svo sjálfur annað
veifið þau atriði, sem hinir hafa ekki gefið nægan gaum, en vita
þarf til þess að gera sér sjálfstæða skoðun og afráða að lokum,
hverjum fylgja skuli að málum.
Pýþeas sá, er hér ræðir um, var uppi á dögum Alexanders mikla
og átti heima i Massilíu eða Marseille á Frakklandi. Massilia,
sem ávalt hefir verið ein af beztu hafnarborgum við iMiðjarð-
arhaf, var upphaflega byggð af Fönikíumönnum, að því er
menn ætla, því að nafnið er fönikiskt og merkir nýlendu.
Fönikiumenn og' Karþverjar ráku svo sem kunnugt er verzlun
með fram Miðjarðarhafi og fóru verzlunarferðir til Spánar, Bret-
lands og með ströndum Evrópu allt norður í Eystrasalt. En þeir
héldu landafundum sínum leyndum, svo að hinir fornu gi'ísku fræði-
menn vissu lítið um lönd og höf fyrir vestan Njörvasund. Um 600
f. Kr. varð Massilía grísk nýlenda, byggð af griskum mönnum frá
Fokaiu í Litlu-Asíu, er þá voru mestir siglingamenn meðal Grikkja.
Borgin virðist hafa staðið með miklum blóma á síðari hluta 4.
aldar f. Kr. Rak hún verzlun víða um strendur Miðjarðarhafs, á
Frakklandi og Spáni, og hafði verzlunarsambönd landleiðis norðui'
á bóginn. Þykir líklegt, að Massiliumenn hafi gert Pýþeas út í hina
frægu rannsóknarför hans, einhvern tíma á árunum 340—306 f. Kr.
til þess að kanna hin ókunnu lönd norður frá og afla sér verzlunar-
sambanda. Pýþeas er talinn einn af mestu stærðfræðingum, stjörnu-
fræðingum og landfræðingum fornaldarinnar, og þykir mega ráða
það af því, að hann fann, að pólstjarnan var ekki nákvæmlega á
himinpólnum, eins og menn höfðu haldið, og hann mældi sólarhæð
með sólspjaldi og ákvað með því breiddarstig Massilíuborgar fui'ðu
nákvæmlega. Hann sýndi fyrstur fram á það, að flóð og fjara