Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 196
194
Geir Gígja
Skírnir
ekki henda. Verum á verði gegn veggjalúsum og öðrum
skaðsemdardýrum og útrýmum þeim.
Húsflugurnar (Musca domestica) eru orðnar sannkölluð
bæjarplága í Reykjavík á sumrum, einkum þegar hlýtt er
í veðri. Þær eru inni um öll hús og niðri í matnum, og þær
beinlínis sækja á fólk til þess að setjast á hendur þess og
andlit.
Húsflugurnar hafa borizt hingað frá útlöndum á síðari
árum. Það er ekki nema rúmur áratugur síðan þeirra varð
fyrst vart á Akureyri og í nágrenni Reykjavíkur. En svo
var það fyrst hlýja sumarið 1939, að þær urðu fólki til
verulegra óþæginda, svo að kunnugt sé. Þá kvartaði marg-
ur undan þeim í Reykjavík. Sumarið 1940 bar svo miklu
minna á þeim, en síðast liðið sumar (1941) varð flugu-
plágan alveg óþolandi. Þegar þetta er ritað, er enn vor,
svo að ekki er unnt að segja, hvað mikið verði um flugurn-
ar í sumar, og verður það mikið undir veðráttu komið. Nú
þegar hefur flugnanna þó nokkuð orðið vart í Reykjavík.
Flugurnar koma inn í húsin, þaðan sem þær klekjast út,
en það er á óþriflegustu stöðunum í bænum og 1 kringum
hann. Það er í sorphaugum, í áburðarhaugum, í penings-
húsum og öðrum stöðum, þar sem lífræn efni fá óbyrgð að
fúna eða úldna í sundur. Á slíkum stöðum verpa flug-
urnar (100—200 eggjum hver). Þar ungast eggin út, og
úr þeim koma lirfur, sem nærast á rotnandi efnum, sem
kringum þær eru og fá í sig sæg af sýklum. Þegar lirfurn-
ar eru fullvaxnar, leggjast þær í dvala. Þær liggja í púpu-
hýðum og breytast þar í flugur, sem brjóta göt á hýðin
og fljúga út, þegar myndun þeirra er lokið, og hafa þær
þá fengið í sig sýklana frá lirfunum. Hvað þessi þróun
tekur langan tíma, fer eftir því, hvað lirfurnar hafa gott
viðurværi og hve hlýtt er í veðri, meðan þróunin fer fram.
En þróunin gengur því fljótar sem hlýrra er.
Það er vafalaust matarlyktin fyrst og fremst, sem dreg-
ur flugurnar inn í híbýlin og einkum inn í eldhús, stofur
og matargeymslur. Ennfremur lokkar svitalykt mannsins
þær. Húsflugurnar sjúga upp svita og aðra vökva, sem