Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 31
Skírnir
Danmörk eftir 9. api'íl 1940
29
skipuninni enga hrifningu. Þetta sést greinilega í grein í
„Völkischer Beobachter“ í ársbyrjun 1941. Þar er það
viðurkennt, að fyrir stríð hafði öll samúð Dana verið með
Bretum, og dönsku stjórninni er legið á hálsi fyrir það,
að hún skuli ekki hafa lagt sig í líma til þess að breyta
þessari þjóðarskoðun. Þegar Hitler tók Danmörku undir
vernd þýzka ríkisins, fóru Danir að láta í ljós óhóflega
uppgerðarþjóðrækni, til þess að auka vandræði Þjóðverja,
í stað þess að taka því, sem ekki varð umflúið, segir blaðið.
Svona koma Danir sífellt fram og hafa auðsjáanlega ekki
öðlazt „neinn skýran skilning á ætlunum Þjóðverja eða á
baráttu nazismans fyrir frelsinu". Menntaðir Danir, sem
reyna að bera sannleikanum vitni fyrir löndum sínum, eru
kallaðir landráðamenn og þeim er jafnvel misþyrmt. Sumir
leiðtogarnir í stjórnmálunum ríghalda í gamlar stefnur
og gamlar aðferðir. Greininni í „Völkischer Beobachter“
lýkur á því, að „Þýzkaland æskir góðrar samvinnu við
norræna frændur sína, sem hjálpa til þess að byggja upp
nýja Norðurálfu“.
Skilningur Dana á nýskipulaginu virðist ekki hafa batn-
að á árinu 1941, eftir því, sem ráðið verður af orðum hlut-
lauss manns, sem dvaldi í Svíþjóð í nokkra mánuði og
átti nýlega tal við „Frit Danmark“:
„Þýzku hermennirnir una sér illa í hernumdu löndun-
um. Andúð Dana verður meiri og meiri, ákveðnari og
ákveðnari. Um það kemur öllum saman, þeim sem koma
frá Danmörku til Svíþjóðar. Sá nístingskuldi, sem næðir
um þýzku hermennina alls staðar í Danmörku, veldur því,
að þeir kunna eins illa við sig þar, eins og í öðrum her-
numdum löndum“.
Að lokum ætla ég svo að gera fáeinar athugasemdir um
nýjustu atburðina, svo sem um andkommúnistasáttmál-
ann, og um afstöðu Dana til þess sem framundan er, og
greina nokkur ummæli þeirra, þar á meðal konungsins,
um þau efni: