Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 85
Skírnir
Einstaklingseðlið og visindin
83
til þess að rannsaka vísindalega lifnaðarhætti annarra
eins dýra og rottur og flær og hin iðandi smádýr, sem
Leeuwenhoek fann um þessár mundir í dropum af úldnu
vatni. Þó er þekking vor á rottum, flóm og sýklum ein
ástæðan til þess, að öldum síðar eru engin sjúkrahús fyrir
drepsóttarsjúklinga í Lundúnum og vér erum ekki lengur
hræddir við pláguna. Dæmi þetta sýnir hið óvænta gildi
þekkingar á sviðum, sem ekkert virðast koma hvert öðru
við. Mörg önnur dæmi mætti nefna um það gagn, sem vís-
indin vinna mannkyninu til heilla og oft óbeinlínis. Forn-
menn höfðu mannblót til þess að tryggja sér góða upp-
skeru. Nú höfum vér til þess tilbúinn áburð, sem fæst í
verzlunum, og hann reynist betur. Fyrrum börðust menn
við gulusótt og bólu með kirkjusiðum og skrúðgöngum
klerka. Nú berjumst vér við þessar sóttir með því að drepa
bitvarg og með bólusetningu. Áður voru þúsundir manna
líflátnar fyrir galdra. Vísindin hafa sannað, að galdrar
eru ekki til. Það mundi reynast erfitt að finna jafn átak-
anleg dæmi í sögunni um það, að tekizt hefði beinlínis að
bæta kjör mannkynsins án aðstoðar vísindanna.
Þekking er máttur einnig í viðleitni vorri að bæta menn-
ina. Vér verðum að þekkja umhverfið, sem vér lifum í, ef
vér viljum haga oss í samræmi við það. Viðleitni gegn
náttúrunni hlýtur að mistakast, þrátt fyrir háleitar hvat-
ir. Þess vegna er það trú vor, er gera skal skynsamlegar
fyrirætlanir um að bæta mennina, þá verði vísindin —
frjáls leit að sannleikanum — þyngst á metunum, er til
lengdar lætur. Ef það, sem eg hefi sagt, er satt, þá leggur
það oss öllum, lærðum og leikum, þá skyldu á herðar að
efla vísindin, frjáls og óhindruð í þjónustu mannkynsins.
Hugsið um það, hvar vér stæðum nú, ef slíkir menn sem
Kopernikus, Galilei, Albertus Magnus, Roger og Francis
Bacon meðal annarra rannsakandi anda hefðu á hinum
dimmu öldum getað haldið áfram vísindalegum rannsókn-
um sínum í andrúmslofti andlegs frelsis. Erfiðustu vís-
indagreinir vorar kynnu þá að vera komnar á það stig,
sem t. d. líffræðin hefir nú náð, og vér kynnum að hafa
6*