Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 82
80
F. A. Blakeslee
Skírnir
eykur þekkinguna á þeim heimi, sem vér lifum í, er þjónn
vísindanna og stuðlar að velgengni mannkynsins. í þessu
sambandi má minna á það, að meðan Bandaríkin voru ný-
lenda, höfðu skarpathugulir menn fundið orsakasamband-
ið milli roðaberjarunna (berberis) og hveitisveppahætt-
unnar og gefið út lög í Massachusetts um útrýmingu roða-
berja löngu áður en jurtafræðingar höfðu komizt að raun
um, að þessi sveppur verður um eitt skeið æfi sinnar að
lifa á roðaberjajurtinni.
Skeytum er beint að vísindunum vegna þeirra þjáninga,
er hagnýting þeirra hefir haft í för með sér, einkum í
stríði því, sem nú stendur. Vísindin geta á engan hátt
varpað af sér ábyrgðinni á vandamálum friðar og stríðs.
Eins og vér þurfum ekki minni heldur meiri læknaþekk-
ingu, þegar farsóttir geisa vegna vankunnáttu lækna, eins
þurfum vér ekki minni heldur meiri vísindi, er leita skal
lækningar á stríðsplágunni. Vér treystum því, að erfið-
asta grein allra þeirra vísinda, er um lífið fjalla — rann-
sóknin á hvötum manna og breytni — finni að lokum
læknisráðið. Vísindin geta svarað þeim, sem lasta þau, að
hagnýting vísindanna sé ekki annáð en tæki, sem menn
af góðum eða illum hvötum nota til þess að ná markmið-
um sínum, góðum eða illum. Sama má segja um prentlist-
ina. Jafnvel þótt vér viðurkennum ábyrgð vísindanna á
þeim manndauða, er stafar af hagnýtingu þeirra, þá verð-
ur raunin sú, að hagnýting þeirra hefir jafnvel sparað líf
enn fleiri manna. Áletrun á endurperntun titilblaðsins af
riti Jenners um bólusetningu, er birtist 1798, hljóðar svo:
„Hagnýting þeirra staðreynda, er settar eru fram í þessu
riti, hefir að líkindum bjargað lífi fleiri manna en allra
þeirra, er í orustum hafa fallið“. Þessu er auðvelt að trúa,
því að Haggard hefir talizt svo til, að öldina áður en rit
Jenners kom út, hafi sextíu miljónir manna í Evrópu dá-
ið úr bólusótt.
í stríðinu sjálfu hafa vísindin ekki verið aðeins til eyði-
leggingar, svo sem sjá má af tölum þeim, er skrifstofa
yfirumsjónarmanns heilbrigðismálanna hefir látið í té um