Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 102
100
Þorkell Jóhannesson
Skírnir
hún er og einstök í gerð sinni. En þótt höfundur seilist
hér full-langt út fyrir haslaðan völl atburðanna, bregzt
honum ekki frásagnarlistin í þætti þessum. Eg minni hér
aðeins á ferð Hróðnýjar með líkið sonar síns til Bergþórs-
hvols og sennuna í fjárhúsinu yfir Höskuldi dauðum. Hann
reynir líka að tengja þáttinn eins fast og framast má verða
við meginfrásögnina. Má um þetta minna á samtal þeirra
Hróðnýjar og bróður hennar, Ingjalds frá Keldum, áður
Njáll var inni brenndur, og fund Flosa og Ingjalds eftir
brennuna. Fyrsta vígið, sem vegið er til hefnda eftir
brennuna, á rætur að rekja til vígs Höskuldar Njálssonar,
sem hér var frá sagt. Sagan um Ámunda blinda, son
Höskulds, sem tengd er Lýtingsþættinum, veldur reynd-
ar öllu meiri spjöllum á söguheildinni. Einu tengsli henri-
ar við meginfrásögnina eru þau, að Ámunda er getið í
upphafi Lýtingsþáttar, og svo spásögn Njáls, er hann hefir
sætzt við Lýting um víg sonar síns: „En þó þykir mér
vera mega, at nokkur rísi sá upp í sveit, at honum sé við-
sjávert“.
Um kristniboðsþáttinn gegnir nokkuð öðru máli. Að
vísu er hann ofviða heild sögunnar og stingur því í stúf
við frásagnarhátt höfundar. Veldur líklega nokkru um,
að hér hefir hann farið eftir ritaðri heimild. Beint sam-
band hans við höfuðatburði eða persónur Njáls sögu er
ekki fjölþætt. Er þar helzt að telja skírn Njáls og kynn-
ing hans við Þangbrand prest í þau tvö skipti, er hann
kemur að Bergþórshvoli. En hafi höfundur Njáls sögu
ritað Lýtingsþáttinn fyrir nokkurs konar áhrif frá öðr-
um sögum, slakað á um festu síns eigin frásagnarforms
af áhrifum utan frá, þá er hitt jafn víst, að kristniboðs-
þáttinn setur hann inn í frásögn sína til þess að veita
áherzlu skilningi sínum á sjálfum höfuðviðburðum sög-
unnar. Þess vegna er það, að þótt kristniboðsþátturinn
megi virðast öllu augsýnilegri fleygur í heild sögunnar,
frá formsins hlið, er hann bundinn henni miklu rammari
böndum, ef nánara er að gáð. Hér kemur það berlega í
ljós, að kynni Njáls af kristnum sið hafa haft afarrík