Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 122
120
Ólafur Lárusson
Skírnir
Guðmundur biskup hefir efalaust vígt fjölda marga
brunna, sem þær geta ekki um.
Enn í dag er fjöldi af lindum og lækjum víðsvegar um
landið nefndir Gvendarbrunnur, Gvendarlækur eða Gvend-
arlind. Við marga þeirra eru þau munnmæli bundin, að
Guðmundur biskup hafi vígt þá. Þá eru og á nokkrum
stöðum lindir, sem sagt er að hann hafi vígt, en ekki bera
nafn hans. Víða eru engin munnmæli um upphaf nafns-
ins, en þau nöfn munu flest svo tilkomin, að annaðhvort
hefir biskup í raun og veru vígt brunninn eða honum hefir
a. m. k. einhvern tíma verið eignuð vígsla hans. Ég hefi
týnt saman öll þess kyns nöfn og munnmæli, sem ég hefi
rekizt á, en vafalaust eru þau langtum fleiri til í landinu.
Úr sumum héruðum hefi ég litlar sagnir af þessu haft, og
væri mér mikil þökk á, ef þeir, sem þetta lesa og þekkja
Gvendarbrunna, sem hér eru ótaldir, gæfu mér upplýs-
ingar um þá.
Úr Gullbringusýslu þekki ég tvo Gvendarbrunna. Er
annar þeirra í Hraununum, milli Þorbjarnarstaða og
Hvassahrauns, rétt við alfaraveginn gamla gegnum Hraun-
in. Brunnurinn er dálítil hola ofan í hraunklöpp og situr
vatn í henni og þornar sjaldan alveg upp.28) Hinn brunn-
urinn er dálítil lind norðan í Arnarneshálsi í Garða-
hreppi.29)
Úr Kjósarsýslu er fyrst að telja Gvendarbrunna, hið
ágæta vatnsból Reykvíkinga. Þeir eru vatnsmiklar upp-
sprettur, sem koma undan hraunbrún í Hólmshrauni í
Seltjarnarneshreppi. Brunnarnir eru langt frá bæjum, en
gamall alfaravegur hefir legið skammt frá þeim, áfram-
hald af Ólafsskarðsleiðinni austan yfir fjall.
Gvendarbrunnur hét tær lind rétt ofan við götutroðn-
inginn, sem lá inn með sjónum milli Rauðarár og Laugar-
ness. Var lindin þar sem nú heitir Höfðaborg, litlu fyrir
innan Höfða. Troðningar þessir voru vegur Reykvíkinga
í Þvottalaugarnar, og hvíldi fólk sig oft við lindina. Ofan
við hana var stór grjóthrúga, sem þeir, er þarna áttu leið,
höfðu gert sér að skyldu að kasta steinum í. Við lindina